Ég var að heyra í útvarpinu að Rás 2 ætli að útvarpa mjög sérstökum tónleikum sem þeir héldu í febrúar síðastliðnum. Þeir tóku þá fyrir tónverkið "Innrásin frá Mars" (War of the Worlds) eftir Jeff Wayne (byggt á sögu H.G. Wells). Þessi tónlist kom upphaflega út á plötu seint á áttunda áratugnum og sló rækilega í gegn með sínu magnaða leiðarastefi. Hægt er að hlusta á þessa tónlist í heild sinni á heimasíðu helgaða tónverkinu og sögunni. Þar kemur meðal annars fram að til standi í fyrsta skipti í öll þessi ár að gera hið óumflýjanlega, að setja verkið upp sem söngleik. Það ríkir talsverð eftirvænting fyrir þessari uppfærslu en mér er hins vegar til efs að útkoman eigi eftir að verða stórbrotnari en hjá sinfóníunni í febrúar. Þar lagðist allt á eitt, frábært flutningur, flottur leiklestur og ekki síst mögnuð þýðing Gísla Rúnars. Ég missti reyndar af tónleikunum vegna þess að ég hafði ekki trú á að þetta gengi upp. Ég gat ekki ímyndað mér að hægt væri að þýða upprunalegan texta H.G.Wells svo vel að unun væri á að hlýða. Ég tók tónleikana hins vegar upp þegar þeim var upphaflega útvarpað í beinni og hef hlustað á þá í bílnum vikum saman. Ég mana fólk til að gera slíkt hið sama á sunnudaginn kemur, eftir fjögurfréttir.
"The chances of anything man-like on Mars, are a million to one, he said"
(upprunalegur texti H.G. Wells þar sem vísindamaður veltir með sögumanni vöngum um hin dularfullu ljós frá Mars)
"The chances of anything coming from Mars, are a million to one, he said"
(stílfærður texti söngleiksins, notaður sem leiðandi stef)
"Líkurnar á því að líf sé á Mars, eru langsóttar mjög, hann kvað"
(þýðing Gísla Rúnars í akkúrat réttum takti við tónlist Jeff Wayne)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hallóhalló,
langaði bara að þakka fyrir mig...er í útlöndum og vantaði skyndilega bananabrauðsuppskrift úr "af bestu lyst"...googlaði því og fann uppskriftina í færslu frá 2004 hjá þér...
bjargaðir mér alveg:)
Gaman að fá svona. Ég hef alltaf sett ýmsar upplýsingar í bloggfærslurnar sem ég vil sjálfur geta markvisst nálgast hvar og hvenær sem er. Eins og uppskriftir. Skemmtilegt að það nýtist öðrum í leiðinni.
Skrifa ummæli