Þessi heimsmeistarakeppni í Þýskalandi er hreint ótrúleg. Allt sem hefur gerst hingað til er eftir bókinni (ef undan er skilið brottfall Tékka). Nú þegar átta lið eru eftir hefur keppnin hrist af sér alla laumufarþega: Asíuþjóðir, Afríkuþjóðir, Norður-Ameríkuþjóðir og Eyjaálfu. Eftir standa þjóðir með ríka boltahefð: sex Evrópuþjóðir og tvær Suður-Ameríkuþjóðir. Ef við lítum fram hjá Uruguay (sem kom hvort eð er aldrei til Þýskalands) eru saman komnar í átta liða úrslitunum allar þær þjóðir sem nokkurn tímann hafa unnið til heimsmeistaratitilsins. Það er einsdæmi. Þar að auki eru með í för Portúgal (sem vann heimsmeistarakeppni ungmenna fyrir rúmum áratug og hafa fyrir vikið lengi þótt gott heimsmeistaraefni) og Úkraína (ein helsta táknmynd hins forna stórveldis Sovétríkjanna).
Ég held enn með Portúgal. Þeir verða tæpir á móti Englendingum vegna þess hversu marga vantar í liðið eftir hrikalega raun í síðasta leik. Englendingar gætu líka álpast til að spila vel í þessum leik (og hafa sannarlega mannskapinn til þess). Komist Portúgal í gegnum þessa síu gæti hvíld lykilmanna reynst þeim blessun í dulargervi því þá mætir liðið eins ferskt og hugsast getur á móti annað hvort Brasilíu eða Frakklandi. Það er svo aftur rimma sem ég er gríðarlega spenntur fyrir vegna sögulegs gildis leiksins. Brasilía og Frakkland eru að stórum hluta enn skipuð leikmönnum sem áttust við í Frakklandi fyrir átta árum þegar Frakkar rúlluðu Brasilíu upp í háðuglegum úrslitaleik. Nú er spurningin hvort Brassarnir komi til með að mæta sérlega ákveðnir og einbeittir til leiks (loksins) vegna smánarinnar fyrir átta árum eða kemur úrslitaleikurinn frægi til með að lama sjálfstraust þeirra og vinna með Frökkum í staðinn? Um það er útilokað að spá (þó hallast ég að hinu fyrra). Sama gildir um leik Þýskalands og Argentínu sem tvívegis hafa ást við í úrslitaleik (1986 og 1990). Sú viðureign verður tvísýn. Bæði liðin eru talsvert betur spilandi og stemmd en nokkurn tímann síðan í þá daga. Það eina sem virkilega greinir þjóðirnar að í þetta skiptið er hins vegar heimavöllurinn, sem er Þjóðverjamegin. Það eitt gæti ráðið úrslitum. Hins vegar er ég sannfærður um úrslit í einum af þeim fjórum leikjum sem eftir eru. Ítalir koma til með að vinna Úkraínu. Það kæmi mér ekki á óvart ef sá leikur verður léttur fyrir Ítalina, því Úkraína getur því sem næst ekkert. En sjáum nú til...
fimmtudagur, júní 29, 2006
Þroskaferli: Gníst, hátíðnihljóð og fingurkoss
Síðast minntist ég á tennurnar tvær sem eru jafnt og þétt að læðast fram úr efri góm Signýjar þessa dagana. Augljóslega er sársaukafyllra að gefa henni að drekka móðurmjólk af brjósti þegar hún er fær um að bíta en það sem kom okkur hins vegar á óvart er hvað Signý var fljót að byrja að gnísta tönnunum. Maður sér þetta gerast með smá fyrirvara: Hakan herpist ögn inn á við, eins og hún sé að naga eitthvað, og svo heyrist lítið hljóð. Þá erum við ekki lengi að grípa í eitthvað nærtækt fyrir hana að sjúga.
Heppinn var ég að góma "frussið" hennar Signýjar í síðustu viku því nú virðist það horfið eins og dögg fyrir sólu. Hún er nefnilega búin að uppgötva annað og áhrifameira hljóð. Einn morguninn sat ég og var að dunda mér í tölvunni og heyrði hana ýla með slíkum hátíðnibrag að ég snöggleit við í hvert skipti, því það hljómaði eins og hún væri að meiða sig. Þar lá hún hins vegar með leikföngin sín og dundaði sér rólyndislega. Vigdís kíkti fram nokkru síðar og spurði hvort ekki væri allt í lagi með hana. Þetta var á föstudaginn var og síðan þá hefur hún nýtt sér þetta hljóð, ýmist til dundurs eða til að kalla á athygli. Frussið er á sama tíma algerlega á bak og burt.
Tjáningin er náttúrulega öll að vaxa þó einhverjir sprotar visni. Það skemmtilegasta sem við Signý gerum þessa dagana (og er alveg nýtilkomið) er að spjalla saman með "gómsmellum". Þetta er eins konar fingurkoss þar sem fingurinn kemur ekki við sögu. Ég renni vörum yfir tennurnar og smelli skýrt til hennar, hún gjóar augunum til baka og brosir áður en hún smellir með sama hætti til baka. Hún er ansi hróðug yfir árangrinum og iðar öll yfir því að geta átt þessi markvissu samskipti. Jafnvel þegar hún er stúrin virkar þessi leikur nógu vel til að kalla fram bros.
Heppinn var ég að góma "frussið" hennar Signýjar í síðustu viku því nú virðist það horfið eins og dögg fyrir sólu. Hún er nefnilega búin að uppgötva annað og áhrifameira hljóð. Einn morguninn sat ég og var að dunda mér í tölvunni og heyrði hana ýla með slíkum hátíðnibrag að ég snöggleit við í hvert skipti, því það hljómaði eins og hún væri að meiða sig. Þar lá hún hins vegar með leikföngin sín og dundaði sér rólyndislega. Vigdís kíkti fram nokkru síðar og spurði hvort ekki væri allt í lagi með hana. Þetta var á föstudaginn var og síðan þá hefur hún nýtt sér þetta hljóð, ýmist til dundurs eða til að kalla á athygli. Frussið er á sama tíma algerlega á bak og burt.
Tjáningin er náttúrulega öll að vaxa þó einhverjir sprotar visni. Það skemmtilegasta sem við Signý gerum þessa dagana (og er alveg nýtilkomið) er að spjalla saman með "gómsmellum". Þetta er eins konar fingurkoss þar sem fingurinn kemur ekki við sögu. Ég renni vörum yfir tennurnar og smelli skýrt til hennar, hún gjóar augunum til baka og brosir áður en hún smellir með sama hætti til baka. Hún er ansi hróðug yfir árangrinum og iðar öll yfir því að geta átt þessi markvissu samskipti. Jafnvel þegar hún er stúrin virkar þessi leikur nógu vel til að kalla fram bros.
miðvikudagur, júní 28, 2006
Upplifun: Villigarður
Ég var að ljúka við að slá garðinn, nokkuð sem ég geri reglulega á sumrin en hafði vanrækt að undanförnu (enda erlendis lengi vel). Grasið var orðið nokkuð villt og náði vel upp á kálfa. Þetta kunni nágrannakötturinn vel við og hefur hann vanið komur sínar í garðinn undanfarnar nætur þar sem hann situr fyrir öðrum næturgestum, smáfuglunum. Það hefur valdið okkur Vigdísi þó nokkru ónæði því við heyrum í hálsólinni klingjandi gegnum nætursvefninn. Yfirleitt sef ég sjálfur fast á nóttunni en get þó vaknað við viðvörunarköll fuglanna, sem eru hvell og örvæntingarfull og allt annað en syngjandi. Fyrir nokkrum dögum náði kisi einum og lék sér að honum í háu grasinu. Þetta var eins og partí þar sem kötturinn á jarðhæðinni gerði usla með tilheyrandi uppnámi á "efri hæðinni". Við fundum hálft hræ útí í garði daginn eftir og köttinn þar sem hann virtist laumast í það endum og sinnum. Ég leyfði honum að klára bitann. Smekklegra að hann hreinsi upp eftir sjálfan sig heldur en að við séum að vandræðast með það. Eina sem við sáum í stöðunni var að gera garðinn óspennandi fyrir köttinn, sem ég hef nú nýlokið við að gera. Kannski er þetta bara ágæt áminning. Villigarður er ekki alveg það sem maður vill á björtum sumarnóttum.
fimmtudagur, júní 22, 2006
Þroskaferli: Tennur, athygli og hreyfingar
Þegar ég kom heim frá Danmörku var svolítið mikil viðbrigði að sjá tvær myndarlegar tennur í efri góm Signýjar. Þær eru stórar og myndarlegar og minna ekkert á barnatennur (eru reyndar bara rétt nýbyrjaðar að gægjast). Annars er það einnig af henni að frétta að við fórum í sex mánaða skoðun (með tilheyrandi sprautu, sem hún stóð af sér með prýði). Hún var vigtuð, að vanda, og mælt á hæðina (6,78 kg og 66,2 sentímetrar). Stutt í sjö kílóa markið.
Signý er farin að hjala mjög mikið og tjá sig með ýmsum hætti. Hún hefur lag á því að hjala á innsoginu á milli venjulegra hljóða út á við. Þegar hún verður pirruð og vill kvarta yfir meðferðinni bætir hún við "burri" eða eins konar frussi þar sem hún freyðir af vörum, og kiprar augun í leiðinni. Þetta er auðvitað einstaklega sætt að sjá og gaman hvað hún er útsjónarsöm í að tjá sig. Hreyfiþroskinn er einnig allur nokkurn veginn á réttu róli. Ég myndi þó ætla að hún hafi fremur þroskaðar fínhreyfingar (tekur utan um bolta með fingurgómunum og á auðvelt með að stýra fingrunum í sitt hvoru lagi) en þroskinn er hægari í grófhreyfingum (er enn mjög völt þegar hún situr). Til dæmis er það fyrst núna í sumar sem hún sýnir tánum sínum áhuga, en það kemur víst mjög snemma hjá flestum krökkum. Hún er hins vegar mjög klár í þessu og er yfirleitt upptekin við að klæða sjálfa sig snyrtilega úr sokkunum. Ég hef auðvitað mína skýringu á því hversu seint þetta atriði kemur fram: hún er sú að athygli Signýjar hefur aðallega beinst út á við. Hún er mjög athugul á allt í kringum sig, virðir sjónvarp fyrir sér gaumgæfilega, hlustar á tónlist af athygli og skoðar bækur og myndir af áhuga (hún vill gjarnan kroppa í myndirnar sem hún sér á blaðsíðunni og skilur ekkert í því að hún skuli ekki ná taki á þeim). Í samræmi við þetta tók Signý snemma út mannafælutímabilið sitt (um þriggja mánaða) og tekur nú öllum með brosi á vör (og fjórum litlum sætum tönnum).
Signý er farin að hjala mjög mikið og tjá sig með ýmsum hætti. Hún hefur lag á því að hjala á innsoginu á milli venjulegra hljóða út á við. Þegar hún verður pirruð og vill kvarta yfir meðferðinni bætir hún við "burri" eða eins konar frussi þar sem hún freyðir af vörum, og kiprar augun í leiðinni. Þetta er auðvitað einstaklega sætt að sjá og gaman hvað hún er útsjónarsöm í að tjá sig. Hreyfiþroskinn er einnig allur nokkurn veginn á réttu róli. Ég myndi þó ætla að hún hafi fremur þroskaðar fínhreyfingar (tekur utan um bolta með fingurgómunum og á auðvelt með að stýra fingrunum í sitt hvoru lagi) en þroskinn er hægari í grófhreyfingum (er enn mjög völt þegar hún situr). Til dæmis er það fyrst núna í sumar sem hún sýnir tánum sínum áhuga, en það kemur víst mjög snemma hjá flestum krökkum. Hún er hins vegar mjög klár í þessu og er yfirleitt upptekin við að klæða sjálfa sig snyrtilega úr sokkunum. Ég hef auðvitað mína skýringu á því hversu seint þetta atriði kemur fram: hún er sú að athygli Signýjar hefur aðallega beinst út á við. Hún er mjög athugul á allt í kringum sig, virðir sjónvarp fyrir sér gaumgæfilega, hlustar á tónlist af athygli og skoðar bækur og myndir af áhuga (hún vill gjarnan kroppa í myndirnar sem hún sér á blaðsíðunni og skilur ekkert í því að hún skuli ekki ná taki á þeim). Í samræmi við þetta tók Signý snemma út mannafælutímabilið sitt (um þriggja mánaða) og tekur nú öllum með brosi á vör (og fjórum litlum sætum tönnum).
þriðjudagur, júní 20, 2006
Pæling: Heimsmeistaramótið í fótbolta
Nú eru tvær fyrstu umferði HM að baki og loks raunhæft að meta stöðuna og skoða hver geti staðið uppi sem sigurvegari. Átta lið hafa þegar tryggt sér áframhaldandi þátttöku með tveimur sigrum: Þýskaland, Argentína, Ecuador, England, Holland, Portúgal, Brasilía og Spánn. Af þeim liðum sem eftir eru standa Svíar, Mexíkóar, Frakkar og Úkraínumenn vel að vígi þar sem þeir komast áfram með nokkkuð öruggum sigri eða jafntefli í síðasta leik. Allt eru þetta lið sem reikna mátti með áfram fyrirfram.
Að leik Tékka og Ghanamanna undanskildum (0:2) hefur hver einasti leikur mótsins verið nokkurn veginn eftir bókinni. Það verður spennandi að sjá hvað Tékkar gera í lokaleik riðilsins við Ítala. Þetta eru einu risar mótsins í uppnámi í lokaumferðinni og standa frammi fyrir hreinum úrslitaleik sín á milli um að komast áfram (svo lengi sem leikur Ghana og Bandaríkjanna endi ekki með jafntefli). Ítölum nægir jafntefli hins vegar til að komast áfram. Þetta verður rimma umferðarinnar. Allir aðrir leikir umferðarinnar eru meira eða minna til málamynda, sem æfing eða upp á heiður.
Hverjum spái ég þá titlinum. Úkraínumenn eiga ekki séns. Þeir voru ömurlegir á móti Spáni, sem aftur á móti er mjög skemmtilegt en brothætt lið (þá skortir almennilegan leiðtoga og sóknarleikurinn verður því fálmkenndur þegar á móti blæs). Brasílíumenn eru alltaf líklegir (sérstaklega miðað við mannskap) en ég vil ekki sjá þá komast í gegn með sálarlausum göngubolta. Hvað gera þeir á móti almennilegu liði? Þýskaland og Ítalía myndu veita þeim verulega mótspyrnu. Tékkar eru líka öflugir en maður veit ekki með þetta gamla lið hvað þeir geta til lengdar, þó innblásið sé (sérstaklega eftir tapið á móti Ghana). Hollendingar voru stórkostlegir í fyrsta leik en sýndu lítið á móti Fílabeinsströndinni (líklega eru þeir of reynslulitlir þegar fram í sækir). England getur ekkert, svo maður minnist nú ekki á Frakka. Hvað er þá eftir? Argentína og Portúgal.
Ég held með þessum tveimur liðum. Argentínumenn hafa verið rómaðir í hástért víðast hvar en ég held það hafi farið fram hjá fjölmiðlum hvað Portúgal er með öflugt lið. Þeir eru loksins komnir með hæfilega blöndu ungra og reyndra manna (eftir mikla uppstokkun). Figo situr hins vegar eftir, keisarinn, og spilar eins og hann hafi yngst um hálfan áratug. Allt liðið er gríðarlega einbeitt, svo að ekki sé minnst á teknískt. Það er eins og það sitji í þeim að hafa beðið lægri hlut á heimavelli fyrir tveimur árum í úrslitaleiknum móti Grikklandi. Figo og hans kynslóð náði ekki að landa stórum titlum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Núna kemur hann hins vegar grimmur til leiks og það er unun að fylgjast með honum. Eftir að hafa verið yfriskyggður af Zidane í gegnum tíðina ætlar hann sér að klára þetta mót sem meistari. Jafnvel dútlarinn Christiano Ronaldo spilar eins og fullorðinn karlmaður með glampa í augum. Liðið spilaði stórkostlega á móti Angóla og voru, að mér skilst, enn betri móti Íran. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í næstu leikjum.
Að leik Tékka og Ghanamanna undanskildum (0:2) hefur hver einasti leikur mótsins verið nokkurn veginn eftir bókinni. Það verður spennandi að sjá hvað Tékkar gera í lokaleik riðilsins við Ítala. Þetta eru einu risar mótsins í uppnámi í lokaumferðinni og standa frammi fyrir hreinum úrslitaleik sín á milli um að komast áfram (svo lengi sem leikur Ghana og Bandaríkjanna endi ekki með jafntefli). Ítölum nægir jafntefli hins vegar til að komast áfram. Þetta verður rimma umferðarinnar. Allir aðrir leikir umferðarinnar eru meira eða minna til málamynda, sem æfing eða upp á heiður.
Hverjum spái ég þá titlinum. Úkraínumenn eiga ekki séns. Þeir voru ömurlegir á móti Spáni, sem aftur á móti er mjög skemmtilegt en brothætt lið (þá skortir almennilegan leiðtoga og sóknarleikurinn verður því fálmkenndur þegar á móti blæs). Brasílíumenn eru alltaf líklegir (sérstaklega miðað við mannskap) en ég vil ekki sjá þá komast í gegn með sálarlausum göngubolta. Hvað gera þeir á móti almennilegu liði? Þýskaland og Ítalía myndu veita þeim verulega mótspyrnu. Tékkar eru líka öflugir en maður veit ekki með þetta gamla lið hvað þeir geta til lengdar, þó innblásið sé (sérstaklega eftir tapið á móti Ghana). Hollendingar voru stórkostlegir í fyrsta leik en sýndu lítið á móti Fílabeinsströndinni (líklega eru þeir of reynslulitlir þegar fram í sækir). England getur ekkert, svo maður minnist nú ekki á Frakka. Hvað er þá eftir? Argentína og Portúgal.
Ég held með þessum tveimur liðum. Argentínumenn hafa verið rómaðir í hástért víðast hvar en ég held það hafi farið fram hjá fjölmiðlum hvað Portúgal er með öflugt lið. Þeir eru loksins komnir með hæfilega blöndu ungra og reyndra manna (eftir mikla uppstokkun). Figo situr hins vegar eftir, keisarinn, og spilar eins og hann hafi yngst um hálfan áratug. Allt liðið er gríðarlega einbeitt, svo að ekki sé minnst á teknískt. Það er eins og það sitji í þeim að hafa beðið lægri hlut á heimavelli fyrir tveimur árum í úrslitaleiknum móti Grikklandi. Figo og hans kynslóð náði ekki að landa stórum titlum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Núna kemur hann hins vegar grimmur til leiks og það er unun að fylgjast með honum. Eftir að hafa verið yfriskyggður af Zidane í gegnum tíðina ætlar hann sér að klára þetta mót sem meistari. Jafnvel dútlarinn Christiano Ronaldo spilar eins og fullorðinn karlmaður með glampa í augum. Liðið spilaði stórkostlega á móti Angóla og voru, að mér skilst, enn betri móti Íran. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í næstu leikjum.
laugardagur, júní 17, 2006
Upplifun: Meiriháttar þjóðhátíð
Þrátt fyrir dumbung (sem rétt hélst þurr) var þjóðhátið í dag með þeim eftirminnilegri. Hann hófst með mætingu minni, Villa bróður, pabba og Jóns Más í Austurbæ á stofnfund eins konar þrýstihóps á yfirvöld undir heitinu Framtiðarlandið. Yfirvegaðar ræður hlutu duglegt lófatak, en þetta var fyrst og fremst markvisst og einfalt í þrjú korter. Síðan voru fundargestir hvattir til að skrá sig á staðnum (sem líka er hægt að gera á vefsíðunni). Eftir þetta fór ég í bæinn með Vigdísi ásamt Ásdísi og Ólöfu systrum hennar á Jómfrúna. Ég gat ekki staldrað nógu lengi við til að hlusta á Flís (ansi skemmtilegt band) því leikur Íslands og Svíþjóðar beið mín í Höllinni, ásamt Villa bróður og Guðmari vini hans. Leikurinn var æsilegur og það var hreint magnað að sjá liðið standa sig undir lokinn, eftir ansi strembinn leik. Íslenski fáninn blakti víða á leiknum og í græjum Hallarinnar dundi reglulega stríðnislegt viðlag dagsins:
"hæ, hó jibbijei og jibbiíjei, það er kominn sautjándi júní".
"hæ, hó jibbijei og jibbiíjei, það er kominn sautjándi júní".
föstudagur, júní 16, 2006
Ferðalag: Yfirlit og heimkoma
Þá er ég kominn heim eftir vel heppnað ferðalag um Danmörku og Noreg. Í raun voru þetta þrjú ferðalög í einni samanþjappaðri bendu. Fyrst fórum við Vigdís saman til Kaupmannahafnar og gistum hjá Kristjáni og Stellu. Sá hluti ferðarinnar var um fjórir dagar. Eftir það fór Vigdís heim og ég hélt áfram til Noregs á vit vinnunnar þar sem vinnufélagar mínir í Brúarskóla komu saman til að skoða ýmsar menntastofnanir sem knúnar eru áfram af djúpt hugsaðri hugmyndafræði. Þetta var fjögurra daga dvöl í Larvík, með viðkomu í Osló, bæði fyrir og eftir. Að þessu loknu tók ég ferju yfir til Danmerkur á eigin vegum í eins konar "pílagrímsferð" um fornar slóðir mín sjálfs í Skagen og Odense þar sem ég vann sumarlangt árin 1995 og 1992. Í ferjunni dvaldi ég fyrst eina nótt, því næst eina í Skagen, svo eina í Odense og að lokum gisti ég eina nótt enn í Kaupmannahöfn hjá Kristjáni og Stellu.
Mikil hitabylja reið yfir nær látlaust þennan tíma svo að ferðin var að mörgu leyti vandasöm. Lestarkerfið í Danmörku fór til að mynda úr skorðum í nokkra daga vegna hitans því vegna víkkunar á teinunum þurfu lestirnar að aka hægar. Við það fór allt kerfið úr skorðum. Að öðru leyti gekk ferðalagið nánast snuðrulaust og ég komst heill á leiðarenda. Það var virkilega gaman að koma heim í litla kotið í Vesturbænum og fylgjast með fyrstu viðbröðgum Signýjar. Hún virti mig fyrir sér vandlega í einar tíu til fimmtán sekúndur áður en hún brosti breitt og tók að sprikla. Eflaust hefur úfinn, syfjaður, órakaður og þeldökkur kollurinn virkað einkennilega á hana í fyrstu.
Mikil hitabylja reið yfir nær látlaust þennan tíma svo að ferðin var að mörgu leyti vandasöm. Lestarkerfið í Danmörku fór til að mynda úr skorðum í nokkra daga vegna hitans því vegna víkkunar á teinunum þurfu lestirnar að aka hægar. Við það fór allt kerfið úr skorðum. Að öðru leyti gekk ferðalagið nánast snuðrulaust og ég komst heill á leiðarenda. Það var virkilega gaman að koma heim í litla kotið í Vesturbænum og fylgjast með fyrstu viðbröðgum Signýjar. Hún virti mig fyrir sér vandlega í einar tíu til fimmtán sekúndur áður en hún brosti breitt og tók að sprikla. Eflaust hefur úfinn, syfjaður, órakaður og þeldökkur kollurinn virkað einkennilega á hana í fyrstu.
sunnudagur, júní 11, 2006
Ferdalag: Skagen
Nu er eg loksins kominn til Skagen. Reyndar for eg adra leid en eg gaf upp i sidasta posti. Farfuglaheimilid i Hirtshals var fullbokad, en thangad hefdi eg getad siglt beint fra Larvik og graett heilmikinn ferdatima. Eg vard thvi ad breyta um aaetlun og taka ferju fra Oslo til Frederikshavn i stadinn. Eg eyddi mjog godum tima i Oslo i fraebaeru vedri og godri laugardagsstemningu og se ekki eftir thvi. Eftir naetursiglingu i nott kom eg eldsnemma til Frederikshavn og "vaknadi" rolega med baenum. Bordadi morgunmat a fraebaeru gistiheimili sem heitir "Hotel Herman Bang" (eins konar sambland af Spa og gistiheimili, thar sem vellidan og hollusta er i fyrirrumi). Til greina kom ad gista thar og fara bara nettan dagtur til Skagen, en tilhugsunin um naeturkyrrdina vid strondina heilladi mig of mikid til ad tima ad yfirgefa Skagen fyrir myrkur. Farfuglaheimilid i Skagen var hins vegar til vandraeda og thad setti mig i erfida stodu. Their voru bara vid simann milli klukkan tiu og tolf a morgnana a virkum dogum thannig ad eg nadi aldrei ad panta gistingu(hvernig er thetta med donsk farfuglaheimili?). Eg taldi vist ad oll onnur gisting i Skagen vaeri annad hvort upppontud eda randyr og sa eiginlega fyrir mer naeturrolt langt fram eftir (og svefnlausa nott). En eg for upp a von og ovon thangad med allt mitt hafurtask og fann a endanum nokkra goda kosti a ca. 400 til 500 dkr nottin (morgunmatur innifalinn). Eg var hins vegar tholinmodur a thessu rolti (i glampandi sol og sannkalladri Skagenstemningu) og a leidinni til gistiheimilisins sem leit best ut i baeklingnum tok eg eftir litlu einkaframtaki ("værelser til leje" a litlu skilti a gardvegg). Eg kikti inn fyrir og sa afar snotran bakgard. Husid var nogu aludlegt til mer litist a ad banka upp a og til dyra kom kona um sextugt og sagdist eiga gistiplass baedi uppi i risinu (400 dkr) og i kjallaranum (350 dkr). Mer leist vel a kjallarann. Thar var snyrtilegt og rumgott eldhus og fin sturtuadstada. Herbergid var aetlad tveimur og thar sem eg var einn akvad konan i godvild sinni ad sla 50 kr af thvi. Eg var alsaell med thetta enda herbergid virkilega huggulegt og heimilislegt, og husid vel stadsett a milli strandarinnar og midbaejarins. Sidan for hun ad spjalla vid mig, konan godviljada, og sagdi mer fra thvi ad dottir hennar asamt manni vaeri einnig uppi. Hun vaeri "gravid" og vaeri med mjog stora bumbu thvi hun aetti von a thriburum i juli! Thad la vid ad vildi fara upp til ad kikja en helt aftur af mer og let mer naegja ad oska henni innilega til hamingu. Konan (Mary) var hin aludlegasta, aettud fra Englandi og var sammala mer i thvi ad thad vaeri mikid skemmtilegra og meira gefandi ad gista i heimahusum heldur en Hotelum. Thegar eg labbadi aftur i baeinn var eg aldeilis sattur vid stodu mala og hugsadi med mer: "Tha er eg aftur kominn i danskan kjallara".
fimmtudagur, júní 08, 2006
Ferdalag: Larvik
Tha er madur buinn ad spoka sig i Larvik i tvo solarhringa. Thetta er virkilega fallegur baer, mjog snyrtilegur og groinn. Landslagid er nokkud undid, holar og haedir a alla kanta, ekkert osvipad Hafnarfirdi nema i stadinn fyrir hraunid skin i grjotharda kloppina og hun ris hatt yfir thorpinu. Fegurdin er mikil en sjarminn er hins vegar minni en vaenta maetti thvi thad vantar allt mannlif! Her er fullt af veitingahusum og kram, jafnvel agaetum verslunum, en mannlifid er svo afslappad og haeglatt ad madur tekur varla eftir thvi. Thad er eins og allir seu uppteknir af thvi ad dytta ad husunum sinum en lata helst ekki sja sig uti a gotu.
A morgun fer eg aftur a flakk. Tha lykur programminu hja skolanum og eg se fram a ad hoppa um bord i naestu ferju a leid til Danmmerkur um kvoldmatarleytid. Verd kominn til Hirtshals upp ur tiu og gisti thar yfir nottina. Fer daginn eftir til Skagen og gisti thar liklega eina nott. Fikra mig sidan sudur a boginn.
Eg bid ad heilsa ollum,
Steini (i brakandi Noregssol)
A morgun fer eg aftur a flakk. Tha lykur programminu hja skolanum og eg se fram a ad hoppa um bord i naestu ferju a leid til Danmmerkur um kvoldmatarleytid. Verd kominn til Hirtshals upp ur tiu og gisti thar yfir nottina. Fer daginn eftir til Skagen og gisti thar liklega eina nott. Fikra mig sidan sudur a boginn.
Eg bid ad heilsa ollum,
Steini (i brakandi Noregssol)
sunnudagur, júní 04, 2006
Ferðalag: Komin til Köben
Nú erum við Vigdís loksins komin til Danmerkur og höfum það afskaplega náðugt hjá Kristjáni og Stellu. Þau búa ekki svo ýkja langt frá miðbænum og við Vigdís höfum verið dugleg að kíkja í bæinn, bæði á kvöldin og á daginn. Þess á milli njótum við góðs af félagsskapnum "heima", þar sem Áslaug Edda stelur oft senunni.
Dagarnir fyrir brottför voru hálf þögulir hér á bloggsíðunni. Ég var á fullu í vinnunni alla daga, meira að segja brottfarardaginn, og stóð í ströngu við að undirbúa útskrift og sýningu hjá nemendum. Á meðan var Vigdís upptekin við að undirbúa heimilið fyrir langa helgarpössun. Við vorum nefnilega svo heppin að Sirrý (mamma Vigdísar) sá sér fært að gista heima hjá okkur og gæta Signýjar. Í betri höndum gat hún vart verið, sérstaklega í ljósi þess hve margir voru tilbúnir til að létta undir með henni. En þetta hefur víst gengið vonum framar.
Ýmislegt annað gerðist á þessum tíma sem ekkert var skrifað, meðal annars það að Jón Már og Margrét komu heim úr þriggja vikna Afríkudvöl. Eina drjúga kvöldstund sátum við saman og skoðuðum frábærar ljósmyndir af dýralífinu, nutum ferðasögunnar og hlustuðum á stemningsríka tónlist frá Afríku. Gæðastund sem vert er að minnast (þegar Afríka komst með hjálp stafrænu tækninnar beint inn í stofu). Þetta var á miðvikudaginn var og þá var stutt í brottför hjá okkur Vigdísi, ferð sem virkar saklaus í samanburði við Afríkudvöl en krafðist samt talsverðs undirbúnings.
Nú erum við sem sagt komin út og allt hefur gengið mjög vel. Vigdís fer heim á morgun en ég kem ekki heim fyrr en rúmlega viku seinna (fjórtánda júní) eftir nokkurra daga aukadvöl í Noregi og þriggja daga ferðalag aftur til Köben.
Dagarnir fyrir brottför voru hálf þögulir hér á bloggsíðunni. Ég var á fullu í vinnunni alla daga, meira að segja brottfarardaginn, og stóð í ströngu við að undirbúa útskrift og sýningu hjá nemendum. Á meðan var Vigdís upptekin við að undirbúa heimilið fyrir langa helgarpössun. Við vorum nefnilega svo heppin að Sirrý (mamma Vigdísar) sá sér fært að gista heima hjá okkur og gæta Signýjar. Í betri höndum gat hún vart verið, sérstaklega í ljósi þess hve margir voru tilbúnir til að létta undir með henni. En þetta hefur víst gengið vonum framar.
Ýmislegt annað gerðist á þessum tíma sem ekkert var skrifað, meðal annars það að Jón Már og Margrét komu heim úr þriggja vikna Afríkudvöl. Eina drjúga kvöldstund sátum við saman og skoðuðum frábærar ljósmyndir af dýralífinu, nutum ferðasögunnar og hlustuðum á stemningsríka tónlist frá Afríku. Gæðastund sem vert er að minnast (þegar Afríka komst með hjálp stafrænu tækninnar beint inn í stofu). Þetta var á miðvikudaginn var og þá var stutt í brottför hjá okkur Vigdísi, ferð sem virkar saklaus í samanburði við Afríkudvöl en krafðist samt talsverðs undirbúnings.
Nú erum við sem sagt komin út og allt hefur gengið mjög vel. Vigdís fer heim á morgun en ég kem ekki heim fyrr en rúmlega viku seinna (fjórtánda júní) eftir nokkurra daga aukadvöl í Noregi og þriggja daga ferðalag aftur til Köben.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)