sunnudagur, júní 11, 2006

Ferdalag: Skagen

Nu er eg loksins kominn til Skagen. Reyndar for eg adra leid en eg gaf upp i sidasta posti. Farfuglaheimilid i Hirtshals var fullbokad, en thangad hefdi eg getad siglt beint fra Larvik og graett heilmikinn ferdatima. Eg vard thvi ad breyta um aaetlun og taka ferju fra Oslo til Frederikshavn i stadinn. Eg eyddi mjog godum tima i Oslo i fraebaeru vedri og godri laugardagsstemningu og se ekki eftir thvi. Eftir naetursiglingu i nott kom eg eldsnemma til Frederikshavn og "vaknadi" rolega med baenum. Bordadi morgunmat a fraebaeru gistiheimili sem heitir "Hotel Herman Bang" (eins konar sambland af Spa og gistiheimili, thar sem vellidan og hollusta er i fyrirrumi). Til greina kom ad gista thar og fara bara nettan dagtur til Skagen, en tilhugsunin um naeturkyrrdina vid strondina heilladi mig of mikid til ad tima ad yfirgefa Skagen fyrir myrkur. Farfuglaheimilid i Skagen var hins vegar til vandraeda og thad setti mig i erfida stodu. Their voru bara vid simann milli klukkan tiu og tolf a morgnana a virkum dogum thannig ad eg nadi aldrei ad panta gistingu(hvernig er thetta med donsk farfuglaheimili?). Eg taldi vist ad oll onnur gisting i Skagen vaeri annad hvort upppontud eda randyr og sa eiginlega fyrir mer naeturrolt langt fram eftir (og svefnlausa nott). En eg for upp a von og ovon thangad med allt mitt hafurtask og fann a endanum nokkra goda kosti a ca. 400 til 500 dkr nottin (morgunmatur innifalinn). Eg var hins vegar tholinmodur a thessu rolti (i glampandi sol og sannkalladri Skagenstemningu) og a leidinni til gistiheimilisins sem leit best ut i baeklingnum tok eg eftir litlu einkaframtaki ("værelser til leje" a litlu skilti a gardvegg). Eg kikti inn fyrir og sa afar snotran bakgard. Husid var nogu aludlegt til mer litist a ad banka upp a og til dyra kom kona um sextugt og sagdist eiga gistiplass baedi uppi i risinu (400 dkr) og i kjallaranum (350 dkr). Mer leist vel a kjallarann. Thar var snyrtilegt og rumgott eldhus og fin sturtuadstada. Herbergid var aetlad tveimur og thar sem eg var einn akvad konan i godvild sinni ad sla 50 kr af thvi. Eg var alsaell med thetta enda herbergid virkilega huggulegt og heimilislegt, og husid vel stadsett a milli strandarinnar og midbaejarins. Sidan for hun ad spjalla vid mig, konan godviljada, og sagdi mer fra thvi ad dottir hennar asamt manni vaeri einnig uppi. Hun vaeri "gravid" og vaeri med mjog stora bumbu thvi hun aetti von a thriburum i juli! Thad la vid ad vildi fara upp til ad kikja en helt aftur af mer og let mer naegja ad oska henni innilega til hamingu. Konan (Mary) var hin aludlegasta, aettud fra Englandi og var sammala mer i thvi ad thad vaeri mikid skemmtilegra og meira gefandi ad gista i heimahusum heldur en Hotelum. Thegar eg labbadi aftur i baeinn var eg aldeilis sattur vid stodu mala og hugsadi med mer: "Tha er eg aftur kominn i danskan kjallara".

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært að þú skulir finna þér danskan kjallara á Skagen! Afskaplega viðeigandi. Við þyrftum eiginlega að fá hjá þér heimilisfangið svo við getum gist þarna líka seinna í sumar.

Ses snart,
Kristján og Stella

Nafnlaus sagði...

Hæ steini
Klukkan 12 þann 17.júní í Austurbæjarbíói. Byltingin hefst þar
kv
Jón Már

Steini sagði...

Gistiheimilið, eða "kjallarinn", á Skagen heitir því undarlega nafni "Villa Kulla". Rekstraraðilar eru lítil fjölskylda: Morten og Suzanne (og væntanlegir þríburar) ásamt móður Suzanne (Mary).

Síminn er: 98 44 21 36 og 40 50 63 44.

Þetta er staðsett á Östre Strandvej... númerið man ég ekki en er þó nálægt "Finns Hotel Pension" sem er númer 63. Það er reyndar mjög álitlegt Pension og það ódýrasta í opinberum bæklingi um Skagen (400 dkr nóttin).