laugardagur, júní 17, 2006

Upplifun: Meiriháttar þjóðhátíð

Þrátt fyrir dumbung (sem rétt hélst þurr) var þjóðhátið í dag með þeim eftirminnilegri. Hann hófst með mætingu minni, Villa bróður, pabba og Jóns Más í Austurbæ á stofnfund eins konar þrýstihóps á yfirvöld undir heitinu Framtiðarlandið. Yfirvegaðar ræður hlutu duglegt lófatak, en þetta var fyrst og fremst markvisst og einfalt í þrjú korter. Síðan voru fundargestir hvattir til að skrá sig á staðnum (sem líka er hægt að gera á vefsíðunni). Eftir þetta fór ég í bæinn með Vigdísi ásamt Ásdísi og Ólöfu systrum hennar á Jómfrúna. Ég gat ekki staldrað nógu lengi við til að hlusta á Flís (ansi skemmtilegt band) því leikur Íslands og Svíþjóðar beið mín í Höllinni, ásamt Villa bróður og Guðmari vini hans. Leikurinn var æsilegur og það var hreint magnað að sjá liðið standa sig undir lokinn, eftir ansi strembinn leik. Íslenski fáninn blakti víða á leiknum og í græjum Hallarinnar dundi reglulega stríðnislegt viðlag dagsins:

"hæ, hó jibbijei og jibbiíjei, það er kominn sautjándi júní".

Engin ummæli: