miðvikudagur, júní 28, 2006

Upplifun: Villigarður

Ég var að ljúka við að slá garðinn, nokkuð sem ég geri reglulega á sumrin en hafði vanrækt að undanförnu (enda erlendis lengi vel). Grasið var orðið nokkuð villt og náði vel upp á kálfa. Þetta kunni nágrannakötturinn vel við og hefur hann vanið komur sínar í garðinn undanfarnar nætur þar sem hann situr fyrir öðrum næturgestum, smáfuglunum. Það hefur valdið okkur Vigdísi þó nokkru ónæði því við heyrum í hálsólinni klingjandi gegnum nætursvefninn. Yfirleitt sef ég sjálfur fast á nóttunni en get þó vaknað við viðvörunarköll fuglanna, sem eru hvell og örvæntingarfull og allt annað en syngjandi. Fyrir nokkrum dögum náði kisi einum og lék sér að honum í háu grasinu. Þetta var eins og partí þar sem kötturinn á jarðhæðinni gerði usla með tilheyrandi uppnámi á "efri hæðinni". Við fundum hálft hræ útí í garði daginn eftir og köttinn þar sem hann virtist laumast í það endum og sinnum. Ég leyfði honum að klára bitann. Smekklegra að hann hreinsi upp eftir sjálfan sig heldur en að við séum að vandræðast með það. Eina sem við sáum í stöðunni var að gera garðinn óspennandi fyrir köttinn, sem ég hef nú nýlokið við að gera. Kannski er þetta bara ágæt áminning. Villigarður er ekki alveg það sem maður vill á björtum sumarnóttum.

Engin ummæli: