Nú er vetrarrútínan hafin á ný. Fyrsti vinnudagur var í gær og þessa vikuna erum við fyrst og fremst að ná áttum og undirbúa okkur. Fyrsti kennsludagur verður í næstu viku. Í byrjun október fer ég aftur í frí því ég á ennþá tvo og hálfan mánuð eftir af barneignarfríinu. Þá fer Vigdís hins vegar aftur að vinna.
Sumarið er búið að vera fljótt að líða. Við Vigdís fórum til Danmerkur í sumar (og ég til Noregs strax á eftir), fórum í sumarbústað í byrjun júlí og fylgdumst náið með HM í fótbolta. Fyrir utan nokkra tónleika seinni hluta sumars þá vorum við mest megnis heima í ró og spekt. Við hreiðruðum helst um okkur í garðinum heima þá fáu sólardaga sem gáfust í sumar.
þriðjudagur, ágúst 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli