þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Fréttnæmt: Lítið beinbrot

Þetta er nú meira ástandið! Vigdís fór upp á slysó í gær og fékk gifs utan um hægri upphandlegginn. Hún datt nefnilega um daginn og bar fyrir sig höndina með þeim afleiðingum að hana verkjaði dögum saman. Samt gat hún alveg hreyft höndina og bólga var óveruleg, þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu fyrst í stað. En þetta batnaði ekki með tímanum svo við kíktum til heimilislæknisins, reyndar í öðrum erindagjörðum, og bárum í framhjáhlaupi upp þessi eymsli. Hann sagði þá, eftir að hafa skoðað málið vandlega, að líklega væri lítið bein undir þumlinum, svokallað bátsbein, brotið eða brákað. Það kallar á gifs í nokkrar vikur, allt að átta vikum.

Nú er staðan því sú að ég þarf að gæta þess að hagræða ýmsu á heimilinu áður en ég fer að vinna til að Vigdís geti sinnt Signýju án þess að þurfa að beita veiku höndinni.

Engin ummæli: