laugardagur, ágúst 12, 2006

Pæling: Ómarktæk viljayfirlýsing

Furðuleg staða er komin upp í stríðinu milli Ísrael og Líbanon. Ríkisstjórn Líbanon er búin að fallast á vopnahlésályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hafa, að mér skilst, þegar lagt niður vopn. Ísraelar eru meira hikandi. Þeir eru svo sem til í að hætta stríðinu líka, en ekki fyrr en eftir rúmlega tvo sólarhringa (kl. 7 á mánudagsmorgun). Þangað til ætla þeir að nýta tímann til að klára ætlunarverk sitt, sem var að ganga milli bols og höfuðs á Hizbollah-samtökunum. Hvers konar viljayfirlýsing er þetta? Þetta minnir svolítið á steggjarpartý eða gæsapartý sem fjölmörg verðandi hjón ganga sjálfviljug í gegnum áður en þau bindast hvoru öðru: "Já, ég samþykki þennan samning, en fyrst ætla ég á klámbúllu og láta ókunnuga dilla sér framan í mig!" Hvað er að marka slíkan samning?

Ég spyr sjálfan mig oft að því hvað á eiginlega sé hægt að gera við þessa bölvuðu "útvöldu" þjóð, sem leyfist allt í nafni Biblíunnar og skjóli Bandaríkjanna?

Engin ummæli: