miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Fréttnæmt: Jafnvægi náð
Á þessum örfáu sumardögum, sem gægjast til okkar í byrjun ágúst, hefur Signý litla tekið sig til og náð að halda jafnvægi betur en áður í sitjandi stöðu. Hún er búin að vera mjög völt til hliðanna hingað til og ekki getað setið upprétt í meira en nokkrar sekúndur án stuðnings. Styrkurinn í bakinu hefur verið í lagi því henni finnst bara fínt að standa og svona, með aðstoð, en það er fyrst núna að hún finnur hvernig hún getur beitt sér til að halda jafnvægi sjálf. Það gerðist náttúrulega úti á túni, í blíðunni, þar sem hún hefur verið að spóka sig ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli