fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Netið: Of löng bloggþögn
Vegna ýmiss konar anna og tæknilegra vandkvæða hef ég ekkert fært inn í bloggsíðuna dögum saman. Ég var meðal annars víðs fjarri tölvunni í fjóra daga um síðustu helgi, flakkandi um Kárahnjúka með Jóni Má (frá þeirri ferð segi ég betur í næstu færslu). Ferðin krafðist nokkurs undirbúnings og svo var ég ekki sérlega ginkeyptur fyrir því að kveikja á tölvunni yfir höfuð dagana fyrst eftir heimkomu. Að minnsta kosti ekki heima á kvöldin, enda vinnan komin á fullt á daginn. Við þetta bættist að tölvuaðstaðan sem ég get að jafnaði gengið að í skólanum brást mér. Það var búið að setja einhvers konar barnalás á allar bloggsíður í sumar. Þetta bitnaði auðvitað fyrst og fremst á mér þannig að ég sótti undir eins um undanþágu frá vefsíðulásnum hjá Menntasviði. Það tók hins vegar svolítinn tíma að ganga í gegn. Núna á allt hins vegar að vera komið á rétta kjöl aftur fyrir hefðbundið bloggflæði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli