Nú erum við búin að fara upp á fæðingardeild þrisvar í vikunni. Fyrst var það á þriðjudaginn var en einmitt aðfaranótt þess dags fékk Vigdís umtalsverða verki (eins og ég greindi frá í blogginu). Þá fór hún í mónitor og allt virtist með felldu. Við vorum hvött til að bíða fram á fimmtudag en þá fór Vigdís aftur í mónitor. Ekkert nýtt kom í ljós. Þá var okkur boðið að koma á ný á laugardag, bæði í mónitor og mat. Ég sneri nú út úr þessu á leiðinni út og sagði að við værum orðnir svo tíðir gestir að það væri bara við hæfi að bjóða okkur í "mat". Nema hvað, á laugardaginn fór Vigdís enn einu sinni í mónitor og aftur reyndist allt vera með felldu. "Þeirri litlu líður bara svo vel að hún tímir ekki að fara út", sagði Vigdís, og bætti við að hún væri ábyggilega nautnaseggur. Svo komu læknarnir (nokkrir, enda alltaf einhver með í för sem er að læra af hinum). Eftir nokkurra mínútna skoðun mátu þeir stöðuna og sögðu að hún væri komin með 1-2 í útvíkkun (sem getur varað í þó nokkurn tíma, skilst mér). Þeir fundu tíma á sunnudagskvöldið klukkan níu (í kvöld, sem sagt). Þá verður reynt að flýta svolítið fyrir - með sem minnstum inngripum. Mögulega gerast hlutirnir mjög hratt þegar þeir á annað borð fara af stað, en einnig er eðlilegt að fæðingin taka rúmlega sólarhring.
Við förum því í síðasta skiptið upp á spítala í kvöld og komum ekki heim fyrr en litla systir Signýjar er komin í fangið á okkur. Mögulega verðum við þar í heilan sólarhring - ef við fáum að vera inni á "Hreiðrinu" (þar sem maki getur gist í sérherbergi með móður og barni). Það fer að einhverju leyti eftir því hvernig fæðingin gengur fyrir sig.
Eftir þessa heimsókn er orðið ljóst að komið er að lokakaflanum í þessari löngu sögu. Sú litla var nánast búin að skorða sig í gær og í dag virðist hún hreyfa sig örlítið minna en áður (sem er vísbending um skorðun). Hún er orðin stór og myndarleg (um það bil 16-17 merkur, skv. lækninum) og ætti að fara létt með að pluma sig úti í hinum stóra heimi.
sunnudagur, apríl 29, 2007
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Netið: Myndasiðan heldur sinu striki
Síðast þegar ég uppfærði myndasíðuna átti ég von á að myndirnar sem ég setti inn yrðu síðustu myndirnar af Signýju sem einkabarni. Síðan hafa liðið nokkrar vikur. Ég setti því nokkrar myndir í viðbót í dag, en það eru margar fleiri á "biðlista" eftir að komast inn. Ef tími gefst til verður myndabloggið uppfært næstu daga með örfáum myndum í senn.
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Fréttnæmt: Takmarkið nálgast
Á morgun verða fjórar vikur liðnar umfram fyrri meðgönguna, en Signý fæddist sem sagt á 37 viku + 3 dagar. Núna eru liðnar 41 vika og gott betur (2 dagar). Þetta hefur komið öllum sem með fylgjast mjög á óvart, ekki síst okkur hér heima sem búum okkur undir fæðingu dag frá degi í margar vikur samfleytt. Undanfarið hefur ekkert komið upp sem minnir á lokaferli meðgöngu annað en það að ég fer aldrei langt að heiman í einu og er stöðugt í vökulu gemsasambandi. Ég skrepp meðal annars út í göngutúr með Signýju daglega, oftast á nærliggjandi leikvöll, en stundum lengra. Þegar við fáum aðstoð að kvöldi til höfum við Vigdís rölt hringinn í hverfinu. Undarlegt að vera svona bundinn þessum þrönga radíus í svona langan tíma.
Einhves staðar las ég að ef maður viðheldur nýju lífsmynstri í þrjár vikur í senn þá kemst það upp í vana. Það erum við að upplifa núna. Tilhugsunin um að fæðing sé á næsta leyti er ekki nærri eins áleitin og fyrir mánuði síðan. En svo, þegar biðin er komin upp í vana, er viðbúið að hlutirnir gerist skyndilega og allt breytist á ný. Í nótt var einmitt bankað upp á hjá okkur. Vigdís fékk mikinn verk og reglulegan, sem hjaðnaði en kom stöðugt aftur. Bumban harðnaði öll. Við héldum að þetta væri að bresta á. Við vonuðumst til að ná nætursvefni (því maður vill vera sæmilega ferskur í fæðingunni) og reyndum að slaka á. Ég fékk að sofna aftur og Vigdís náði að sofna nokkru síðar. Seinni hluti næturinnar var hins vegar afslappaður og ekkert gerðist eftir það. Í dag hefur allt verið með kyrrum kjörum. Vigdís þurfit að sofa betur út en ég sem fór í langan göngutúr með Signýju. Við búumst við annarri svipaðri nótt framundan. Hugsanlega með öðrum lokakafla. Þetta er nefnilega spurning um morgundaginn, eða hinn, því á fimmtudag eigum við tíma pantaðan í "mónitor", þar sem gangsetning í kjölfarið kemur til greina. Helst viljum við að þetta gerist af sjálfu sér fyrir þann tíma.
Einhves staðar las ég að ef maður viðheldur nýju lífsmynstri í þrjár vikur í senn þá kemst það upp í vana. Það erum við að upplifa núna. Tilhugsunin um að fæðing sé á næsta leyti er ekki nærri eins áleitin og fyrir mánuði síðan. En svo, þegar biðin er komin upp í vana, er viðbúið að hlutirnir gerist skyndilega og allt breytist á ný. Í nótt var einmitt bankað upp á hjá okkur. Vigdís fékk mikinn verk og reglulegan, sem hjaðnaði en kom stöðugt aftur. Bumban harðnaði öll. Við héldum að þetta væri að bresta á. Við vonuðumst til að ná nætursvefni (því maður vill vera sæmilega ferskur í fæðingunni) og reyndum að slaka á. Ég fékk að sofna aftur og Vigdís náði að sofna nokkru síðar. Seinni hluti næturinnar var hins vegar afslappaður og ekkert gerðist eftir það. Í dag hefur allt verið með kyrrum kjörum. Vigdís þurfit að sofa betur út en ég sem fór í langan göngutúr með Signýju. Við búumst við annarri svipaðri nótt framundan. Hugsanlega með öðrum lokakafla. Þetta er nefnilega spurning um morgundaginn, eða hinn, því á fimmtudag eigum við tíma pantaðan í "mónitor", þar sem gangsetning í kjölfarið kemur til greina. Helst viljum við að þetta gerist af sjálfu sér fyrir þann tíma.
sunnudagur, apríl 22, 2007
Pæling: Signý skoðar myndir
Signý er búin að vera stórsniðug í dag. Hún fékk skyndilega dálæti á munnhörpu sem hún átti og fór að blása í hana fram og til baka, á innsoginu. Það var eins og hún fengi aukarödd við þetta, slíkur var atgangurinn. Það heyrðist alla leið inn í eldhús þar sem ég var að hita kartöfluklatta. Hún var mjög kát með árangurinn og var blaut á hökunni við blásturinn, enda blés hún af áfergju.
Geisladiskasafnið mitt er líka voða vinsælt. Þegar Signý hefur ekkert sérstakt fyrir stafni á hún það til að vaða í skúffurnar sem geyma diskana og taka einn og einn upp úr. Hún skoðar þá og höndlar ákaflega varlega (það kann ég afskaplega vel að meta). Yfirleitt setur hún diskana til hliðar á nærliggjandi borð eða varlega á gólfið. Ef ég kem upp að henni (til að ganga úr skugga um að hún fari að öllu með gát) þá er hún fljót að rétt mér diskana aftur fyrir sig. Eftir það veður hún í gegnum safnið, einn disk í einu, og skoðar þá yfirleitt í leiðinni. Þá er ég eins og handlangari í vinnu hjá henni. Og hún er þrælfljót að tæma skúffuna (sextíu diska).
Þessi iðja er ekki alveg ný af nálinni. Þörfin fyrir að raða í ílát og sortera hitt og þetta hefur verið að ágerast undanfarið, með þessum árangri. Það var hins vegar fyrst í dag að ég tók eftir því hvað hún skoðar myndina á hulstrunum vel. Ef hún tekur diskinn upp á röngunni þá veltir hún honum við undir eins. Ef myndin er á haus þá snýr hún henni. Þetta kom mér verulega á óvart því hún virtist alltaf hafa það á hreinu hvernig myndin átti að snúa - jafnvel þegar hún virkaði ekki sérlega myndræn eða sýndi eitthvað sem hún átti ekki að þekkja. Þegar ég var rétt nýbyrjaður að undrast yfir þessu sá ég hana taka fram disk á réttunni og snúa myndinni á hvolf. Hún skoðaði myndina nokkra stund þannig (sem var undarleg mynd af víkingaskipi frá óvenjulegu sjónarhorni) og var greinilega að reyna að skilja hana. Hún hikaði smá og sneri henni svo aftur. Þá fyrst réttti hún mér diskinn. Ég hugsaði með mér hvað sjónræn skynjun hennar (eða barna á hennar aldri) er mikið öflugra en maður hélt. Kannski er þessi sortering geisladiska (með öllum þessum fjölbreyttu myndum) frábær þjálfun fyrir sjónskynið.
Geisladiskasafnið mitt er líka voða vinsælt. Þegar Signý hefur ekkert sérstakt fyrir stafni á hún það til að vaða í skúffurnar sem geyma diskana og taka einn og einn upp úr. Hún skoðar þá og höndlar ákaflega varlega (það kann ég afskaplega vel að meta). Yfirleitt setur hún diskana til hliðar á nærliggjandi borð eða varlega á gólfið. Ef ég kem upp að henni (til að ganga úr skugga um að hún fari að öllu með gát) þá er hún fljót að rétt mér diskana aftur fyrir sig. Eftir það veður hún í gegnum safnið, einn disk í einu, og skoðar þá yfirleitt í leiðinni. Þá er ég eins og handlangari í vinnu hjá henni. Og hún er þrælfljót að tæma skúffuna (sextíu diska).
Þessi iðja er ekki alveg ný af nálinni. Þörfin fyrir að raða í ílát og sortera hitt og þetta hefur verið að ágerast undanfarið, með þessum árangri. Það var hins vegar fyrst í dag að ég tók eftir því hvað hún skoðar myndina á hulstrunum vel. Ef hún tekur diskinn upp á röngunni þá veltir hún honum við undir eins. Ef myndin er á haus þá snýr hún henni. Þetta kom mér verulega á óvart því hún virtist alltaf hafa það á hreinu hvernig myndin átti að snúa - jafnvel þegar hún virkaði ekki sérlega myndræn eða sýndi eitthvað sem hún átti ekki að þekkja. Þegar ég var rétt nýbyrjaður að undrast yfir þessu sá ég hana taka fram disk á réttunni og snúa myndinni á hvolf. Hún skoðaði myndina nokkra stund þannig (sem var undarleg mynd af víkingaskipi frá óvenjulegu sjónarhorni) og var greinilega að reyna að skilja hana. Hún hikaði smá og sneri henni svo aftur. Þá fyrst réttti hún mér diskinn. Ég hugsaði með mér hvað sjónræn skynjun hennar (eða barna á hennar aldri) er mikið öflugra en maður hélt. Kannski er þessi sortering geisladiska (með öllum þessum fjölbreyttu myndum) frábær þjálfun fyrir sjónskynið.
Daglegt líf: Daglegt mynstur breytist
Hún lætur bíða eftir sér sú litla. Enn allt átakalaust. Þetta er kannski eina heimilið í Vesturbænum þar sem kvartað er undan verkjaleysi. Síðan um daginn þegar Vigdís fékk verkina ákváðum við að vera í stöðugri viðbragðsstöðu og með tímanum ákváðum við að Sirrý (mamma Vigdísar) skyldi nú bara gista hjá okkur því þetta virtist ætla að bresta á. Eftir átta daga samveru ákváðum við hins vegar í gær að prófa að senda tengdó heim.
Hún var búin að hjálpa okkur heilmikið og létta okkur lífið með ýmsum viðvikum. Við áttum í góðum félagsskap marga eftirminnilega daga og ekki laust við að það hafi verið eldað meira á heimilinu en venjulega, alla vega samanborið við undanfarnar vikur. Fyrir vikið erum við öll hin afslöppuðustu og pattaralegustu. Það á einkum við um Signýju. Hún virðist vera að taka mjög snögglega við sér. Hárið er að þéttast á kollinum og hún er öllu bústnari í framan en í síðustu viku. Heitur matur upp á hvern einasta dag virðist skipta sköpum fyrir litla fólkið, enda efnaskiptin hraðari en hjá okkur hinum. Sirrý innleiddi góðan sið á þessari rúmu viku: Hún eldaði hafragraut að morgni hvers einasta dags og ræsti okkur þannig fram með góðri lykt og fyllingu. Það er sko eitthvað sem við ætlum að gera áfram.
Hún var búin að hjálpa okkur heilmikið og létta okkur lífið með ýmsum viðvikum. Við áttum í góðum félagsskap marga eftirminnilega daga og ekki laust við að það hafi verið eldað meira á heimilinu en venjulega, alla vega samanborið við undanfarnar vikur. Fyrir vikið erum við öll hin afslöppuðustu og pattaralegustu. Það á einkum við um Signýju. Hún virðist vera að taka mjög snögglega við sér. Hárið er að þéttast á kollinum og hún er öllu bústnari í framan en í síðustu viku. Heitur matur upp á hvern einasta dag virðist skipta sköpum fyrir litla fólkið, enda efnaskiptin hraðari en hjá okkur hinum. Sirrý innleiddi góðan sið á þessari rúmu viku: Hún eldaði hafragraut að morgni hvers einasta dags og ræsti okkur þannig fram með góðri lykt og fyllingu. Það er sko eitthvað sem við ætlum að gera áfram.
föstudagur, apríl 20, 2007
Pæling: Hrútur breytist í naut
Í nótt breyttist hrútur í naut. Hér er ég að vísa í stjörnumerkin sem allir þekkja. Ekki veit ég hvort merkið er ákjósanlegra fyrir fjölskyldumynstrið en þrjóska (eða þrautseigja) er eignuð þeim báðum. Vigdís er mikil áhugamanneskja um stjörnumerkin og hefur gluggað í einhverjar bækur um þetta. Samkvæmt henni er nautið ívið þrjóskara en hrúturinn, en hrúturinn hins vegar stjórnsamari. Annars eru þetta opin "vísindi" og bjóða upp á alla vegana túlkun. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og vera meðvitaður um það að uppeldi og ytri aðbúnaður er það sem skiptir mestu.
Í minni fjölskyldu eru fjölmargir hrútar. Reyndar er það svo að meira en helmingur fjölskyldunnar minnar (þ.e. þeirri sem ég fæddist inni í) á afmæli á vormánuðum. Á þriggja mánaða tímabili frá miðjum febrúar og fram í miðjan maí eiga fjórir af sjö fjölskyldumeðlimum afmæli: pabbi á afmæli 17. feb. og ég 18. mars, mamma 2. apríl og Villi bróðir 20. apríl (sem er í dag). Auk þessa raðast þarna inn í tvíburabróðir mömmu (augljóslega sama dag og hún) og systir þeirra, Ína, sem á afmæli sama dag og Villi bróðir (í dag, sem sagt). Dóttir Rabba, tvíburabróður mömmu, á auk þess afmæli eftir tvo daga. Guðný systurdóttir mín átti einnig afmæli í gær - 19. apríl en Fannar, bróðir hennar, í maí. Við þetta bætast svo nýir fjölskyldumeðlimir sem ég hef sjálfur raðað kringum mig: Vigdís (6. febrúar - rétt sleppur) og systir hennar, Mæja (3. apríl) og sonur hennar, Hörður (4. apríl).
Það bar því vel í veiði fyrir dóttur okkar ef hún vildi eiga afmæli með einhverjum náskyldum. Vigdís var upprunalega sett á bilinu 7. apríl sem síðar var breytt í 15. apríl (seinni nálgun - sem reyndist marktækari). Miðað við það að Signý fæddist tveimur vikum fyrir tímann vorum við farin að búast við hverju sem er í byrjun apríl. Hinir og þessir pöntuðu fæðingu upp úr siðustu mánaðamótum enda komu fæðingardagarnir á færibandi: 2. apríl, 3. apríl og 4. apríl. En við sigldum þar framhjá án vandkvæða.
Síðan kom smá pása og við Vigdís vorum eiginlega sannfærð um að dóttir okkar myndi eignast sinn eigin "frumlega" fæðingardag, enda virtist hún ætla að fara af stað fyrir rúmlega tíu dögum. En biðin lengdist. Við erum sem sagt aftur kominn inn í frumskóg "frátekinna" fæðingardaga: 19. apríl, 20. apríl og 22. apríl. Það væri óneitanlega sniðugt ef fæðingin færi af stað þarna á milli (21. apríl) eða tveim dögum seinna (23. apríl). Þá verður afmælisdagatal fjölskyldunnar að vori til eins og snyrtilega röðuð perlufesti.
Í minni fjölskyldu eru fjölmargir hrútar. Reyndar er það svo að meira en helmingur fjölskyldunnar minnar (þ.e. þeirri sem ég fæddist inni í) á afmæli á vormánuðum. Á þriggja mánaða tímabili frá miðjum febrúar og fram í miðjan maí eiga fjórir af sjö fjölskyldumeðlimum afmæli: pabbi á afmæli 17. feb. og ég 18. mars, mamma 2. apríl og Villi bróðir 20. apríl (sem er í dag). Auk þessa raðast þarna inn í tvíburabróðir mömmu (augljóslega sama dag og hún) og systir þeirra, Ína, sem á afmæli sama dag og Villi bróðir (í dag, sem sagt). Dóttir Rabba, tvíburabróður mömmu, á auk þess afmæli eftir tvo daga. Guðný systurdóttir mín átti einnig afmæli í gær - 19. apríl en Fannar, bróðir hennar, í maí. Við þetta bætast svo nýir fjölskyldumeðlimir sem ég hef sjálfur raðað kringum mig: Vigdís (6. febrúar - rétt sleppur) og systir hennar, Mæja (3. apríl) og sonur hennar, Hörður (4. apríl).
Það bar því vel í veiði fyrir dóttur okkar ef hún vildi eiga afmæli með einhverjum náskyldum. Vigdís var upprunalega sett á bilinu 7. apríl sem síðar var breytt í 15. apríl (seinni nálgun - sem reyndist marktækari). Miðað við það að Signý fæddist tveimur vikum fyrir tímann vorum við farin að búast við hverju sem er í byrjun apríl. Hinir og þessir pöntuðu fæðingu upp úr siðustu mánaðamótum enda komu fæðingardagarnir á færibandi: 2. apríl, 3. apríl og 4. apríl. En við sigldum þar framhjá án vandkvæða.
Síðan kom smá pása og við Vigdís vorum eiginlega sannfærð um að dóttir okkar myndi eignast sinn eigin "frumlega" fæðingardag, enda virtist hún ætla að fara af stað fyrir rúmlega tíu dögum. En biðin lengdist. Við erum sem sagt aftur kominn inn í frumskóg "frátekinna" fæðingardaga: 19. apríl, 20. apríl og 22. apríl. Það væri óneitanlega sniðugt ef fæðingin færi af stað þarna á milli (21. apríl) eða tveim dögum seinna (23. apríl). Þá verður afmælisdagatal fjölskyldunnar að vori til eins og snyrtilega röðuð perlufesti.
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Fjölmiðlar: Útvarpsviðtal um náttúruvernd
Enn erum við við sama heygarðshornið í Granskjólinu. Á meðan ekkert er að gerast (Vigdís er ótrúlega afslöppuð þessa dagana) þá vil nýta tækifærið til að garfa í gömlum fréttum. Á laugardaginn var heyrði ég nefnilega athyglisvert viðtal í Ríkisútvarpinu (Út um græna grundu) við Jón Gunnar Ottóson forstöðumann Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fjallað var um náttúruvernd út frá öðrum sjónarhóli en við höfum vanist undanfarin misseri (þar sem umræðan um virkjanir er allsráðandi): Viðtalið fjallaði um verndun svæða í stóru samhengi þar sem bent var á að ekki væri nóg að taka svæði frá og segja "þetta er fallegt" og setja inn á einhvern lista. Það þarf líka að rannsaka svæðin og skilgreina þau, bæði til að auka þekkingu okkar á náttúru landsins og til þess að réttlæta útnefningu svæðisins. Til þess þarf fjármagn. Í mörgum tilvikum þarf ekki að leggja út í frumrannsóknir heldur er nóg að taka saman þekkingu sem nú er til staðar. Þetta fjármagn hefur ekki verið veitt nógu duglega (og kemur það væntanlega fáum á óvart). Þetta er hins vegar lykillinn að því að skilgreina svæðin og sækja um aðgöngu þeirra að alþjóðlegum verndarlistum, eins og heimsnáttúruminjaskrá UNESCO. Í viðtalinu kemur í ljós að við höfum ekki verið nógu dugleg að sækja um þetta enda má sjá á lista UNESCO ríki með mun fleiri verndarsvæði en við en teljast þó seint merkieg lönd í náttúrufarslegu tilliti. Þegar sótt var um Þingvelli á sínum tíma var það reynt með það fyrir augum að skilgreina Þingvelli í heimsklassa, bæði fyrir náttúrufar og menningarsögu. Með því hefðu Þingvellir komist í sérstakan flokk þeirra svæða sem teljast merkileg á heimsvísu fyrir bæði náttúru og menningarsögu. Vegna ónógra upplýsinga um náttúrufar var umsókninni hins vegar hafnað. Í stað þess að vinna þessar upplýsingar upp og sækja um á ný (sem hefði bara kostað fáeinar milljónir) var sótt um á ný, en í þetta sinn aðeins í ljósi menningarsögu svæðisins. Þessi metnaðarlausu vinnubrögð eru náttúrulega hneykslanleg og satt að segja grunar mig að leti yfirvalda í að kosta rannsóknir af þessu tagi stafi af því að þeir vilja ekki láta binda hendur sínar of mikið í alþjóðlegum samþykktum. Þeirra hagsmunamál er að sjálsögðu að halda umræðunni um virkjanamál sem mest innanlands.
Viðtalið við Jón Gunnar er líka athyglisvert að því leyti að hann stiklar á stóru yfir sögu náttúruverndar á Íslandi. Hér eru nokkrir punktar: Árið 1956 voru sett fram fyrstu náttúruverndarlögin. Þá voru aðeins tvö svæði á Íslandi vernduð: Þingvellir og Eldey. Þegar lögin voru endurmetin 1971 höfðu fjögur svæði bæst við (Surtsey, Skaftafell, Hveravellir og Rauðhólar). Síðan þá hefur bylgja riðið yfir og vitund okkar um náttúruvernd vaknað til muna. Nú eru yfir tvö hundruð svæði vernduð með einhverjum hætti (mismunandi verndunarstigi) og teljast þau samanlagt til um 40% landsins. Nú er svo komið að það má fara að taka til í þessum fremur sundurlausa lista og setja okkur verndarmarkmið. Það gæti kallað á endurskilgreiningu margra þeirra svæða sem búið er að taka frá.
Viðtalið við Jón Gunnar er líka athyglisvert að því leyti að hann stiklar á stóru yfir sögu náttúruverndar á Íslandi. Hér eru nokkrir punktar: Árið 1956 voru sett fram fyrstu náttúruverndarlögin. Þá voru aðeins tvö svæði á Íslandi vernduð: Þingvellir og Eldey. Þegar lögin voru endurmetin 1971 höfðu fjögur svæði bæst við (Surtsey, Skaftafell, Hveravellir og Rauðhólar). Síðan þá hefur bylgja riðið yfir og vitund okkar um náttúruvernd vaknað til muna. Nú eru yfir tvö hundruð svæði vernduð með einhverjum hætti (mismunandi verndunarstigi) og teljast þau samanlagt til um 40% landsins. Nú er svo komið að það má fara að taka til í þessum fremur sundurlausa lista og setja okkur verndarmarkmið. Það gæti kallað á endurskilgreiningu margra þeirra svæða sem búið er að taka frá.
mánudagur, apríl 16, 2007
Tilvitnun: Furðuleg veröld skordýra
Enn er allt tíðindalaust af Vesturbæjarvígstöðvunum. Í stað þess að eyða tímanum í bið reynum við að halda daglegu lífi í því sem næst hefðbundnum skorðum. Mér tókst meira að segja að lesa Fréttablaðið í dag, sem gerist nú ekki á hverjum degi. Þar tók ég eftir stórmerkilegri frétt frá Frakklandi (bls. 10) þar sem geitungar gera mikinn usla í býflugnabúum. Geitungarnir eru aðskotadýr sem bárust nýlega með leirpottum frá Kína. Þeru eru...
"töluvert stærri en frændur þeirra í Evrópu og eiga því í engum vandræðum með að ráðast á grunlaus fórnarlömb sín. Þeir gera árásir á býflugnabúin, rífa af býflugunum hausinn, fálmarana og vængina og breyta þeim síðan í mauk sem drottningin og lirfur hennar nærast á".
Þetta fannst mér alveg með ólíkindum en svo sem alveg í takt við miskunnarleysi náttúrunnar. Viðbrögð býflugnanna tóku hins vegar öllum skáldskap fram:
"Býflugurnar ætla þó ekkiu að deyja alveg ráðalausar. þær hafa þegar fundið leið til að veita andspyrnu, einfaldlega með því að umkringja geitunginn og blaka vængjum sínum ótt og títt. Þannig mynda þær svo mikinn hita að geitungnum verður einfaldlega ólíft og drepst".
"töluvert stærri en frændur þeirra í Evrópu og eiga því í engum vandræðum með að ráðast á grunlaus fórnarlömb sín. Þeir gera árásir á býflugnabúin, rífa af býflugunum hausinn, fálmarana og vængina og breyta þeim síðan í mauk sem drottningin og lirfur hennar nærast á".
Þetta fannst mér alveg með ólíkindum en svo sem alveg í takt við miskunnarleysi náttúrunnar. Viðbrögð býflugnanna tóku hins vegar öllum skáldskap fram:
"Býflugurnar ætla þó ekkiu að deyja alveg ráðalausar. þær hafa þegar fundið leið til að veita andspyrnu, einfaldlega með því að umkringja geitunginn og blaka vængjum sínum ótt og títt. Þannig mynda þær svo mikinn hita að geitungnum verður einfaldlega ólíft og drepst".
laugardagur, apríl 14, 2007
Fréttnæmt: Biðin lengist
Enn hefur fæðing ekki farið af stað. Verkir hafa gert vart við sig en þó ekki eins öflugir og á mánudaginn var. Kannski eins gott, því ég gat fyrir vikið klárað síðustu vinnuvikuna mína og skilað mjög skipulega af mér starfinu og stofunni. Það var heilmikil vinna og ég kom heim einum til tveimur tímum seinna en ég er vanur. Vigdís var þó ekki ein og yfirgefin á meðan. Hún hafði ýmsa sér til aðstoðar, sérstaklega tengdó, sem annaðist hana mest allan tímann og greip inn í tilfallandi verk. Það var einstaklega notalegt að koma heim og finna hvernig allt var í jafnvægi. Núna á föstudaginn ákváðum við að hún skyldi njóta þess að slaka á með okkur fram eftir og hvöttum hana til að gista. Þetta eru því notalegir dagar í stað spennuhlaðinnar eftirvæntingar. Fæðingin brestur mjög fljótlega á og mikilvægt að vera sem best hvíldur. Það getur varla verið langt í land úr þessu.
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Fréttnæmt: Sterkur fyrirboði
Nú fer að draga til tíðinda á meðgöngunni. Í gær vaknaði Vigdís seinni partinn eftir væran miðdegisblund og var vön því að vera vel upplögð í kjölfarið. Það var öðru nær í þetta skiptið. Hún fann fyrir verkjum í kviðarholinu og kraftmiklum samdráttum. Þetta kom í hryðjum með smá pásum inn á milli. Henni þótti nóg um eftir um hálftíma og ræsti út aðstoð (Ásdís systir hennar býr í nágrenninu). Það var nauðsynlegt til að ég gæti helgað mig Vigdísi vegna þess að Signý var óvenju spennt og fyrirferðarmikil á sama tíma (það var eins og hún skynjaði að eitthvað væri í aðsigi). Eftir um það bil hálftíma í viðbót af verkjum og símtal upp á fæðingardeild fór að slakna á öllu á ný. Vigdís fór að geta gengið um og verið eins og hún á að sér. Þær systurnar fóru meira að segja saman í göngutúr nokkru seinna. En þetta var viðvörun. Við notuðum tækifærið og kláruðum að fara yfir töskurnar sem eiga að fara með okkur upp á deild því nú getur þetta farið af stað á hverri stundu.
Nóttin leið hins vegar átakalaust og ég gat leyft mér að fara í vinnu í morgun (með gemsann á mér öllum stundum). Það var í raun heppilegt að fæðingin skyldi ekki fara af stað í gær því í dag áttum við pantaðan tíma hjá ljósmóður. Það er gott að fá faglegt mat svona á endasprettinum. Það lítur allt mjög vel út að hennar mati. Blóðþrýstingur er góður og ekki nein merki um meðgöngueitrun (ólíkt því sem var í fyrra). Hún áætlar að barnið muni vera orðið allmyndarlegt nú þegar og þegar það fæðist (sem verður líklega fyrir helgi - ekki mikið seinna en það) muni það vera um þrettán merkur. Ekki veit ég hvernig hún metur þetta svona með höndunum en maður skal ekki vanmeta reynsluna sem þarna liggur að baki. Við bíðum hins vegar átekta og reynum að hvíla okkur vel í aðdragandanum. Núna í dag, seinni partinn, kom aftur smá verkjahrina. Hún var vægari en í fyrra skiptið en hún heldur okkur sannarlega við efnið.
Nóttin leið hins vegar átakalaust og ég gat leyft mér að fara í vinnu í morgun (með gemsann á mér öllum stundum). Það var í raun heppilegt að fæðingin skyldi ekki fara af stað í gær því í dag áttum við pantaðan tíma hjá ljósmóður. Það er gott að fá faglegt mat svona á endasprettinum. Það lítur allt mjög vel út að hennar mati. Blóðþrýstingur er góður og ekki nein merki um meðgöngueitrun (ólíkt því sem var í fyrra). Hún áætlar að barnið muni vera orðið allmyndarlegt nú þegar og þegar það fæðist (sem verður líklega fyrir helgi - ekki mikið seinna en það) muni það vera um þrettán merkur. Ekki veit ég hvernig hún metur þetta svona með höndunum en maður skal ekki vanmeta reynsluna sem þarna liggur að baki. Við bíðum hins vegar átekta og reynum að hvíla okkur vel í aðdragandanum. Núna í dag, seinni partinn, kom aftur smá verkjahrina. Hún var vægari en í fyrra skiptið en hún heldur okkur sannarlega við efnið.
föstudagur, apríl 06, 2007
Tónlist: Næsta plata Bítlanna - á Rás 2
Í hvert sinn sem ég hlusta á Bítlana af athygli fæ ég það á tilfinninguna að öll önnur tónlist sé hjóm í samanburði (sem hægt væri að kalla hjómlist, kannski...). Núna er ég að hlusta á mjög athyglisverðan þátt á rás tvö sem verður aðgengilegur á netinu næstu tvær vikurnar. Í honum veltir þáttargerðarmaðurinn fyrir sér hvernig "næsta" plata fjórmenninganna hefði hljómað ef þeir hefðu haldið út ögn lengur. Hann raðar saman vænlegustu lögunum af fyrstu sólóplötu þeirra hvers um sig og ímyndar sér framvinduna og samskipti þeirra í kringum vinnsluna. Hugmyndarík páskadagskrá á rásinni.
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Daglegt líf: Sex málshættir
Í dag kom Ásdís (systir Vigdísar) og Sunna (systurdóttir þeirra) færandi hendi með eggjabakka sem innhélt sex lítil páskaegg. Þetta er sniðug framleiðsla, sérstaklega fyrir þá sem vilja minna súkkulaði en þeim mun fleiri málshætti. Við fengum okkur öll sitt hvort eggið: Ásdís, Sunna, Vigdís, ég, Signý og ... litla systir.
Ég tók upp fyrsta málsháttinn: "Sjaldan er flas til fagnaðar". Það passar svo sem ágætlega miðað við það að ég hef lítið gaman af að trana mér fram að óþörfu. Það hefur þó færst í aukana með aldrinum. Ásdís tók upp næsta málshátt: "Sjaldan er greinin betri en bolurinn". Okkur fannst alveg ótækt að ímynda okkur þetta í samhengi við foreldra og börn. Börn geta auðveldlega tekið foreldrum sínum fram á öllum sviðum en líka verið eftirbátar þeirra. Það er engin regla fyrir þessu. Mér fannst hins vegar auðvelt að yfirfæra þetta upp á listaheiminn þar sem eftirhermurnar taka fyrirmyndum sínum sjaldan fram. Það sem var sérlega gaman við að Ásdís skyldi fá þennan málshátt var að Ásdís vinnur við garðyrkju. Þá var komið að Sunnu: "Tíminn læknar öll mein". Sá málsháttur er auðskiljanlegur. Signý fékk hins vegar "Betra er blátt en ekkert" (Þar fylgdi orðskýringin "Blátt: blávatn"). Blávatn er útþynnt vatn, næringarsnautt, og er notað oft yfir þá sem lítils eru megnugir. Mér fannst gaman að túlka málsháttin fyrir Signýju á þann veg að "ekki skuli vanmeta framlag þeirra sem minna mega sín". Vigdís fékk: "Sjaldan eldast skólabræður". Maður kannast nú við það að hafa eignast félaga og vini á ákveðnum stað í tilteknu samhengi (skóla eða ferðalagi) en geta ekki haldið kunningskapnum til streitu utan þess. Þessu lenda allir í og í raun er það ákveðin ráðgáta hvers vegna sumir vina manna eldast með manni en aðrir ekki. Að endingu var það "litla systir" sem hjúfraði sig í móðurkviði ómeðvituð um uppákomuna: "Sjaldan er flas til farnaðar". Aftur. Ég fékk þetta líka. Ætli þetta sé vísbending um einhver andleg tengsl milli okkar feðgina? Það er að minnsta kosti vel við hæfi.
Ég tók upp fyrsta málsháttinn: "Sjaldan er flas til fagnaðar". Það passar svo sem ágætlega miðað við það að ég hef lítið gaman af að trana mér fram að óþörfu. Það hefur þó færst í aukana með aldrinum. Ásdís tók upp næsta málshátt: "Sjaldan er greinin betri en bolurinn". Okkur fannst alveg ótækt að ímynda okkur þetta í samhengi við foreldra og börn. Börn geta auðveldlega tekið foreldrum sínum fram á öllum sviðum en líka verið eftirbátar þeirra. Það er engin regla fyrir þessu. Mér fannst hins vegar auðvelt að yfirfæra þetta upp á listaheiminn þar sem eftirhermurnar taka fyrirmyndum sínum sjaldan fram. Það sem var sérlega gaman við að Ásdís skyldi fá þennan málshátt var að Ásdís vinnur við garðyrkju. Þá var komið að Sunnu: "Tíminn læknar öll mein". Sá málsháttur er auðskiljanlegur. Signý fékk hins vegar "Betra er blátt en ekkert" (Þar fylgdi orðskýringin "Blátt: blávatn"). Blávatn er útþynnt vatn, næringarsnautt, og er notað oft yfir þá sem lítils eru megnugir. Mér fannst gaman að túlka málsháttin fyrir Signýju á þann veg að "ekki skuli vanmeta framlag þeirra sem minna mega sín". Vigdís fékk: "Sjaldan eldast skólabræður". Maður kannast nú við það að hafa eignast félaga og vini á ákveðnum stað í tilteknu samhengi (skóla eða ferðalagi) en geta ekki haldið kunningskapnum til streitu utan þess. Þessu lenda allir í og í raun er það ákveðin ráðgáta hvers vegna sumir vina manna eldast með manni en aðrir ekki. Að endingu var það "litla systir" sem hjúfraði sig í móðurkviði ómeðvituð um uppákomuna: "Sjaldan er flas til farnaðar". Aftur. Ég fékk þetta líka. Ætli þetta sé vísbending um einhver andleg tengsl milli okkar feðgina? Það er að minnsta kosti vel við hæfi.
mánudagur, apríl 02, 2007
Netið: Myndasiðan lifnar við
Í tilefni af yfirvofandi fæðingu og þeim breytingum sem í vændum eru fannst mér við hæfi að taka til í myndasafninu. Nú eru komnar sex nýjar myndir (þær fyrstu í yfir mánuð) og i burðarliðnum eru nokkrir tugir í viðbót (frá febrúar og mars) sem ég set inn í smá skömmtum, með reglubundnu millibili. Hér er ein af Signýju þar sem ég er eitthvað að stríða henni, og hún mér.
Stríðnispúkinn Signý .
sunnudagur, apríl 01, 2007
Pæling: Egg í málshætti
Það er náttúrulega algjör snilld að þjófstarta páskunum um heila átta daga. Við brutum eggið í gær vegna þess að það eru þokkalegar líkur á því að páskarnir muni þurfa að mæta afgangi eftir viku. Miðað við það að vera nýkominn í páskafrí (eins og aðrir kennarar) finnst mér vel við hæfi að halda bara upp á páskana strax. Slappa síðan af.
Reyndar braut ég annað egg, örlítið "álegg" (álpakkað), á föstudaginn í vinnunni. Lítil páskastund fyrir frí. Þá hlakkaði ég til að sjá málshættina sem kæmu upp úr eggjunum og í fljótfærninni sneri ég setningunni á hvolf. Er hægt að finna "egg" í málshætti? Þetta minnti mig á titil jógabókar sem hét "Haf í dropa". Það er spurning. Ef einhver rekst á málshátt sem fjallar um egg, látið mig þá vita. Þá höfum við rekist á "egg í málshætti".
Reyndar braut ég annað egg, örlítið "álegg" (álpakkað), á föstudaginn í vinnunni. Lítil páskastund fyrir frí. Þá hlakkaði ég til að sjá málshættina sem kæmu upp úr eggjunum og í fljótfærninni sneri ég setningunni á hvolf. Er hægt að finna "egg" í málshætti? Þetta minnti mig á titil jógabókar sem hét "Haf í dropa". Það er spurning. Ef einhver rekst á málshátt sem fjallar um egg, látið mig þá vita. Þá höfum við rekist á "egg í málshætti".
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)