föstudagur, apríl 06, 2007
Tónlist: Næsta plata Bítlanna - á Rás 2
Í hvert sinn sem ég hlusta á Bítlana af athygli fæ ég það á tilfinninguna að öll önnur tónlist sé hjóm í samanburði (sem hægt væri að kalla hjómlist, kannski...). Núna er ég að hlusta á mjög athyglisverðan þátt á rás tvö sem verður aðgengilegur á netinu næstu tvær vikurnar. Í honum veltir þáttargerðarmaðurinn fyrir sér hvernig "næsta" plata fjórmenninganna hefði hljómað ef þeir hefðu haldið út ögn lengur. Hann raðar saman vænlegustu lögunum af fyrstu sólóplötu þeirra hvers um sig og ímyndar sér framvinduna og samskipti þeirra í kringum vinnsluna. Hugmyndarík páskadagskrá á rásinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli