Enn er allt tíðindalaust af Vesturbæjarvígstöðvunum. Í stað þess að eyða tímanum í bið reynum við að halda daglegu lífi í því sem næst hefðbundnum skorðum. Mér tókst meira að segja að lesa Fréttablaðið í dag, sem gerist nú ekki á hverjum degi. Þar tók ég eftir stórmerkilegri frétt frá Frakklandi (bls. 10) þar sem geitungar gera mikinn usla í býflugnabúum. Geitungarnir eru aðskotadýr sem bárust nýlega með leirpottum frá Kína. Þeru eru...
"töluvert stærri en frændur þeirra í Evrópu og eiga því í engum vandræðum með að ráðast á grunlaus fórnarlömb sín. Þeir gera árásir á býflugnabúin, rífa af býflugunum hausinn, fálmarana og vængina og breyta þeim síðan í mauk sem drottningin og lirfur hennar nærast á".
Þetta fannst mér alveg með ólíkindum en svo sem alveg í takt við miskunnarleysi náttúrunnar. Viðbrögð býflugnanna tóku hins vegar öllum skáldskap fram:
"Býflugurnar ætla þó ekkiu að deyja alveg ráðalausar. þær hafa þegar fundið leið til að veita andspyrnu, einfaldlega með því að umkringja geitunginn og blaka vængjum sínum ótt og títt. Þannig mynda þær svo mikinn hita að geitungnum verður einfaldlega ólíft og drepst".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli