laugardagur, janúar 26, 2008

Þroskaferli: Markvissar stöður

Nú er Hugrún farin að hífa sig upp á allt. Hún sýnir mikinn styrk í höndum og er farin að smeygja hnjánum undir sig og standa þannig. Ef hún nær að teygja sig enn lengra upp nær hún að standa með því að halda sér í. Stundum riðar hún til en virðist þó vera að ná góðum tökum á jafnvæginu. í gær var ég með hendurnar allt í kring um hana, en hún stóð samt sjálf. Nú má ekki hafa augun af henni.

Engin ummæli: