laugardagur, janúar 19, 2008

Þroskaferli: Tennur og öflug ömmuleikfimi

Hugrún er ótrúleg. Stuttu upp úr áramótum fór hún að smokra sér út úr festingunni í ömmustólnum og hífa sig úr honum. Það er löngu orðið stórvarasamt að hafa hana þar til lengdar án eftirlits. Núna síðustu dagana hefur hún hins vegar tekið upp á öllu tilþrifameiri leikfimi - hún hífir sig upp af gólfinu og ofan í ömmustólinn aftur. Miðað við hvað hún notar fæturna lítið í þessum tilfæringum (hún kemst upp á hnén) er þetta líklega sambærilegt við það að við myndum smokra okkur upp á bílþak. Hún er ansi sterk í höndunum. Þegar maður hefur hana í fanginu á hún það til að grípa í hálsmálið og hífa sig ofar. Bolirnir teygjast allir til og frá í höndunum á henni.

Svo eru milljón tennur á leiðinni. Ég held ég hafi ekki minnst á það á sínum tíma en í október komu fyrstu tvær tennurnar og annað sett birtist í nóvember. Núna er gómurinn allur á iði og gaman að sjá brosið breytast dag frá degi.

Engin ummæli: