mánudagur, mars 24, 2008
Daglegt líf: Páskarnir og ofnæmi
Þetta eru búnir að vera prýðilegir páskar, með matarboði í gær, heimsókn til vina og kunningja daginn fyrir og göngutúra í blíðviðri þar á undan. Ekki er þó laust við að þeir dagarnir verið lýjandi enda Vigdís búin að vinna dag eftir dag, alla páskana, og ég því verið heima að sinna dömunum litlu. Það reynir á til lengdar þó ánægjulegt sé. Ekki veit ég hvort það eru þreytumerki, en ég hef tekið eftir ofnæmisviðbrögðum hjá mér í gær og í dag, með tilheyrandi tvíteknum hnerra öðru hvoru. Vorboðinn lætur á sér kræla, að innan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli