föstudagur, mars 28, 2008

Þroskaferli: Hvað heitir mamma?

Eins og áður hefur komið fram þá fer Signýju mikið fram í að tala þessa dagana. Framburðurinn er náttúrulega vissum takmörkunum settur en hún er farin að setja fram flóknari setningar en áður. Til marks um það þá hefur hún lengi sagt "Taddudda" þegar ég á að tannbursta hana. Í gær sagði hún hins vegar "butta dennunnar", sem er náttúrulega mikið fágaðra. Eitthvað meira hefur komið upp úr dúrnum undanfarna daga sem ég man ekki eftir í svipinn. Meira um það seinna. Annars var Vigdís eitthvað að spjalla við hana í kvöld og ræddi við hana hvað hinir og þessir hétu. Hún tók sérstaklega fram hvað hún sjálf héti. Ég fylgdist með og brosti í laumi þegar Signý endurtók: Mamma ís-ís.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hún er auðvitað algjör perla hún Signý.... Gaman að vera kölluð mamma is is .
Þetta leiðréttist vonandi seinna...
hhahahahah
heyrumst. BB