mánudagur, mars 17, 2008
Kvikmyndir: Juno
Við fengum pössun í gær og fórum í bíó. Sáum myndina "Juno". Ég myndi lýsa henni sem "unglingamynd fyrir fullorðna". Hún fjallar um unga stúlku sem verður ólétt og hvernig hún tekst á við allt ferlið - vafann, meðgönguna, ættleiðingu og fæðingu. Það koma mörg óvænt og skemmtileg sjónarhorn fram í þessari mynd frá ýmsum litríkum (en raunsæjum) karakterum í myndinni. Sjálf er stúlkan með munninn fyrir neðan nefið og kann að koma fólki í opna skjöldu með óvæntum athugasemdum sem spretta úr ansi gróskumiklum og lifandi huga. Það er auðvelt að fá samúð með hverri einustu persónu í myndinni og atburðarásin er ekki of fyrirsjáanleg þannig að maður er "með" allan tímann og lifir sig inn í ferlið - aftur (en í þetta sinn óneitanlega á svolítið nýjum forsendum).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli