sunnudagur, mars 02, 2008

Pæling: Hugh Grant handritshöfundur?

Svona í framjáhlaupi, fyrst maður er að tína til bíómyndir sem maður mælir með þá langar mig að benda fólki á "Music and Lyrics" með Hugh Grant og Drew Barrymoore. Við tókum hana á leigu fyrir viku síðan og upplifðum bara hreina gleði gegnum hana. Maður heldur að Hugh Grant sé alltaf að tyggja sömu rulluna, sem er að vísu rétt, en hann nær alltaf að pússa hlutverkið sitt til og koma ferskur til leiks á ný. Ég er eiginlega á því að hann sé vanmetinn sem breskur húmoristi. Það drýpur gull af vörum hans, látlaust (bæði í merkingunni "án afláts" og "án fyrirhafnar). Ef maður skoðar það nánar þá hlýtur hann að semja sín eigin tilsvör sjálfur, því sama kaldhæðnin og sjálfshæðnin eru rauði þráðurinn í öllum hans hlutverkum. Þegar ég skyndilega sá hann fyrir mér í þessu ljósi fór hann að klifra upp á sama brandarapall og Woody Allen er á í mínum huga.

Engin ummæli: