sunnudagur, mars 09, 2008
Þroskaferli: Máltaka Hugrúnar
Hugrún er farin að tjá sig mjög skýrt. Það má segja að hún sé byrjuð að tala. Orð eins og "mamma" og "pabbi" hafa verið að mótast í munni hennar undanfarnar vikur frá því að vera eins konar varaæfing yfir í afmarkað orð. Okkur finnst eins og hún noti þau markvisst, en þar gæti óskhyggjan reyndar verið að blekkja okkur. Núna nýverið, í vikunni má segja, höfum við heyrt hana segja ítrekað "búið" þegar við erum nýbúin að kljást við hana með snýtipappír (smá kvef í gangi). Í gær fannst mér hún segja "datt" um leið og hún missti snuðið sitt á gólfið - og brosti í leiðinni. Mér fannst ég greina ótvíræðan stoltglampa í augunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta er frábær tími og gaman að fylgjast með .... góður maður ráðlagði mér ....(til gamans síðar meir) að skrifa hjá mér ...hvernig börnin segja orðin og hvað það á að vera..... það er gaman að fylgjast með þróun málsins hjá hverju barni fyrir sig....
kv. BB takk fyrir samveruna síðustu helgi ..æði....
Skrifa ummæli