Sumarið hefur farið illa með áætlanir okkar um að taka heimilið í gegn. Sólin réttlætir letilegt líf utandyra og Evrópukeppnin hliðrar til húsverkum þá sjaldan sem maður hangir inni. Núna hefur hins vegar verið gert tveggja daga hlé á keppninni auk þess sem við erum orðin býsna sólarvön eftir dekrið undanfarnar vikur. Heimilið hefur líka á þessum tveimur dögum tekið snöggum stakkaskiptum.
Núna í dag gerði ég sérstakan skurk. Ég byrjaði daginn á að renna við í Apple-búðina þar sem ég keypti frábært þráðlaust lyklaborð ásamt mús. Kom svo heim og henti út gamla tölvuborðinu (fer á Sorpu á morgun). Þetta var svo sem ágætt borð svo langt sem það nær en renniborðið (fyrir lyklaborðið) var hins vegar alltaf til vansa. Þær Hugrún og Signý eru stöðugt að fikta í því og jafnvel meiða sig á því þegar þær reka sig upp undir (sleðinn stendur svo lágt). Í staðinn setti ég í hornið stærra borð og öflugra (sem ég keypti fyrir nokkrum vikum í Góða hirðinum). Nú ná þær systur ekki upp á borðið. Það hefur augljóslega í för með sér að þær ná ekki að fikta í lyklaborðinu og músinni og ná þar af leiðandi ekki að ræsa tölvuna stöðugt með því að ýta á takka (ferlega gaman fyrir þær, en leiðigjarnt fyrir mig). Svo skemmir ekki fyrir að geta tekið lyklaborðið og músina og stungið þeim ofan í skúffu og hreinsað borðið að kvöldi dags. Sem sagt, margar flugur slegnar í einu höggi.
Síðan tók ég inn hilluna sem mér áskotnaðist svo óvænt um daginn (búinn að geyma hana utandyra í blíðviðrinu) og jók hilluplássið innanhúss til muna. Til þess þurfti ég að færa hinar hillurnar til (þær eru allar mun lægri) og rýma sérstaklega til með því að taka eina þeirra inn í stofu. Bækur sem voru komnar á víð og dreif öðluðust skyndilega samastað. Þær flykkjast jafnvel inn í íbúð úr geymslunum, sem í staðinn nýtast frekar undir annað dót sem er orðið fyrir manni. Þetta eru svona "dómínó-áhrif" þar sem ein lausn leiðir aðra í för með sér. Litla hillan sem fór inn í stofu, af því henni var ofaukið inni í herbergi, reyndist ákaflega vel í stofunni undir dótið þeirra Signýjar og Hugrúnar. Það myndaðist óvænt barnahorn í miðri stofunni og við Vigdís uppgötvuðum í leiðinni hvað það er þægilegt að hafa þær dundandi sér fyrir framan okkur en ekki á bak við vegg (þar sem þær eru líklegri til að meiða sig eða róta dóti ómarkvisst til og frá). Óskaplega fannst þeim gaman að garfa í bókahillunni og hlamma sér í stofusófann. Signý ætlaði ekki að tíma að fara að sofa.
Sem sagt góðar breytingar að baki og vonandi fleiri í vændum.
þriðjudagur, júní 24, 2008
Upplifun: Garðvinna, hillur og rabarbari
Svakalega er veðrið búið að vera gott! Um helgina tók ég því fegins hendi að þurfa að vinna í garðinum. Leigusalinn var með boð uppi á efri hæðinni og fékk mig til að kíkja á garðinn með sér. Ég var búinn að sinna honum svo sem ágætlega, vökva og snyrta lauslega, en núna voru beðin tekin í gegn. Signý var dugleg að hjálpa mér og ég handlangaði til hennar rótum og arfa sem hún mátti setja í balann sem ég var með. Allt fór þetta svo í lífræna hauginn. Signy naut sín til fulls að skoða allt beðið í návígi, bæði dýr og plöntur og brá auðvitað á leik þess á milli.
Þegar ég var í miðjum klíðum heyrði ég nágrannan dröslast með dót úr á bílastæði. "Er verið að smíða?" spurði ég, enda sá ég hluta af húsgögnum hér og þar. Hún var víst á leiðinni út í Sorpu með húsgögn og spurði mig hvort okkur vantaði nokkuð rúm. Ég var ekki ýkja spenntur fyrir því að fá notað rúm inn til mín en spurði þess í stað hvort hún ætti ekki góða hillu handa mér, og viti menn, hún átti akkúrat hilluna sem var ekki til á lager hjá IKEA síðast þegar ég var þar! Þessa þurfti ég ekki að setja saman, ná í eða borga fyrir. Frábært, hugsaði ég með mér, og smeygði henni undir handlegginn (eða því sem næst). Ég vippaði henni yfir á lóðina mína og lappaði upp á hilluna, negldi inn bakið og svoleiðis.
Nokkru síðar reif leigusalinn upp rabarbara sem slútti yfir gagnstéttina, bara til að rýma til fyrir gestum. Ég leit á þetta sem tækifæri til að búa til eitthvað úr þessu magnaða hráefni. Það hefur einhvern veginn fyrirfarist undanfarin ár að gera rabarbaranum almennileg skil (bjuggum eitt sinn til sultu, en ekkert meira en það). Nú kom alfræðibók Nönnu að góðum notum enda lumaði hún á einfaldri aðferð við grautagerð. Það var einfaldara en mig grunaði og hljómaði nokkurn veginn svona:
Skerið rabarbarann og snyrtið, setjið í pott. Látið vatn rétt fljóta yfir. Fyrir hvert kíló af rabarbara, bætið við 100-200 gr. af sykri. Hitið að suðu og sjóðið í um fimm mínútur. Takið af hellunni. Bætið nú kartöflumjöli við (sem leyst hefur verið upp í köldu vatni - 2-3 msk), svona rétt til að þykkja.
Þetta skal ég sko gera oft á sumrin héðan í frá, því grauturinn er ótrúlega ferskur og góður. Svo ekki sé minnst á hvað þetta er einfalt! Fyrir utan skurð og snyrtingu á rabarbaranum er þetta einfaldara og fljótlegra en að sjóða kartöflur.
Þegar ég var í miðjum klíðum heyrði ég nágrannan dröslast með dót úr á bílastæði. "Er verið að smíða?" spurði ég, enda sá ég hluta af húsgögnum hér og þar. Hún var víst á leiðinni út í Sorpu með húsgögn og spurði mig hvort okkur vantaði nokkuð rúm. Ég var ekki ýkja spenntur fyrir því að fá notað rúm inn til mín en spurði þess í stað hvort hún ætti ekki góða hillu handa mér, og viti menn, hún átti akkúrat hilluna sem var ekki til á lager hjá IKEA síðast þegar ég var þar! Þessa þurfti ég ekki að setja saman, ná í eða borga fyrir. Frábært, hugsaði ég með mér, og smeygði henni undir handlegginn (eða því sem næst). Ég vippaði henni yfir á lóðina mína og lappaði upp á hilluna, negldi inn bakið og svoleiðis.
Nokkru síðar reif leigusalinn upp rabarbara sem slútti yfir gagnstéttina, bara til að rýma til fyrir gestum. Ég leit á þetta sem tækifæri til að búa til eitthvað úr þessu magnaða hráefni. Það hefur einhvern veginn fyrirfarist undanfarin ár að gera rabarbaranum almennileg skil (bjuggum eitt sinn til sultu, en ekkert meira en það). Nú kom alfræðibók Nönnu að góðum notum enda lumaði hún á einfaldri aðferð við grautagerð. Það var einfaldara en mig grunaði og hljómaði nokkurn veginn svona:
Skerið rabarbarann og snyrtið, setjið í pott. Látið vatn rétt fljóta yfir. Fyrir hvert kíló af rabarbara, bætið við 100-200 gr. af sykri. Hitið að suðu og sjóðið í um fimm mínútur. Takið af hellunni. Bætið nú kartöflumjöli við (sem leyst hefur verið upp í köldu vatni - 2-3 msk), svona rétt til að þykkja.
Þetta skal ég sko gera oft á sumrin héðan í frá, því grauturinn er ótrúlega ferskur og góður. Svo ekki sé minnst á hvað þetta er einfalt! Fyrir utan skurð og snyrtingu á rabarbaranum er þetta einfaldara og fljótlegra en að sjóða kartöflur.
Sjónvarpið: Evrópumótið í fótbolta
Nú er fótboltapása í einu æsilegasta móti sem um getur. Mínir menn eru úr leik. Ég er afar ósáttur við það hvernig þeir spiluðu á móti Rússum og var eiginlega gapandi hissa á því hvernig þeir misstu dampinn. En í svona útsláttarkeppni er það nú bara þannig að það er ekkert lið sterkara en þeirra veikasta frammistaða. Miðað við síðasta leik áttu þeir ekki skilið að verða Evrópumeistarar, burt séð frá því hversu vel Rússarnir spiluðu. Þeir verða bara að hysja upp um sig og mæta enn betri næst. Mér skilst að þetta lið sé mjög ungt, á bilinu 22-26 ára flestir þeirra, þannig að þeir eiga tvö til þrjú góð mót inni ef að líkum lætur. Það sama á reyndar við um Rússana, sem eru víst með enn yngra lið, þannig að við megum eiga von á flottum stórmótum í fótbolta næstu árin.
Núna eru bara fjögur lið eftir. Þjóðverjar mega ekki vinna. Þá tæki ég það mjög nærri mér. Tyrkirnir hafa komist í undanúrslit með því að leiða leikina fjóra að baki í eina mínútu að meðaltali. Mér þætti ótrúlegt, beinlínis óeðlilegt, ef þeir ynnu mótið, en annað af þessum tveimur kemst samt óhjákvæmilega í úrslitin. Mér skilst að í Berlín verði Þjóðverjar og Tyrkir hlið við hlið að fylgjast með undanúrslitaleiknum, úti um öll stræti og torg, og margir þeirra halda með báðum liðum. Það er svolítið athyglisvert.
Svo ég færi það til bókar hér þá held ég með annað hvort Spánverjum eða Rússum í því sem eftir er. Mér fyndist mjög viðunandi ef annað þeirra ynni mótið, fyrst Hollendingar runnu á rassinn með þetta.
Núna eru bara fjögur lið eftir. Þjóðverjar mega ekki vinna. Þá tæki ég það mjög nærri mér. Tyrkirnir hafa komist í undanúrslit með því að leiða leikina fjóra að baki í eina mínútu að meðaltali. Mér þætti ótrúlegt, beinlínis óeðlilegt, ef þeir ynnu mótið, en annað af þessum tveimur kemst samt óhjákvæmilega í úrslitin. Mér skilst að í Berlín verði Þjóðverjar og Tyrkir hlið við hlið að fylgjast með undanúrslitaleiknum, úti um öll stræti og torg, og margir þeirra halda með báðum liðum. Það er svolítið athyglisvert.
Svo ég færi það til bókar hér þá held ég með annað hvort Spánverjum eða Rússum í því sem eftir er. Mér fyndist mjög viðunandi ef annað þeirra ynni mótið, fyrst Hollendingar runnu á rassinn með þetta.
föstudagur, júní 20, 2008
Fréttnæmt: Róluóhapp
Signýju tókst að meiða sig í dag í leikskólanum. Hún datt úr rólu og lenti einhvern veginn á andlitinu. Hún fékk blóðnasir og rispur en virðist að öðru leyti vera í lagi. Það var tékkað á tönnum og þær voru allar á sínum stað og hún kveinkaði sér ekkert sérstaklega þegar strokið var um andlitið og snert á hinum og þessum stöðum. Mér skilst reyndar að hún hafi verið tiltölulega fljót að ná sér og farið að tjá sig um óhappið stuttu seinna. Þegar ég sótti hana var hún bólgin og rispuð en að öðru leyti eins og hún átti að sér. Hennar fyrsta verk, eftir að ég tók saman fötin hennar og lagði af stað í helgarfrí, var að biðja mig um að hjálpa sér í rólu og ýta af stað. Engu að síður hefur hún verið svolítið viðkvæm í andlitinu í kvöld og kveinkað sér öðru hvoru þegar hún rekst utan í eitthvað. Vonandi heldur þetta ekki fyrir henni vöku í nótt.
þriðjudagur, júní 17, 2008
Upplifun: Sautjándi júní í blíðviðri
Við áttum frábæran dag í Kastalagarðinum með Signýju og Hugrúnu, ásamt bæði vinum og vandamönnum (þangað stefndum við þeim sem höfðu samband). Staðurinn sló í gegn og við lögðum niður í laut (sbr. "að leggja á borð"). Mættum með teppi, samlokur, drykkjarföng og fleira og plöntuðum okkur í góðu skjóli. Vonandi verður þetta haft til siðs héðan í frá. Ég kann miklu betur við að setjast niður svona og slappa af eins og útlendinga er háttur heldur en að staulast þreyttur gegnum skarann. Við komum orkumikil heim, með viðkomu hjá Ólöfu "frænku"(systur Vigdísar) sem bauð fjölskyldunni í fiskisúpu. Fengum okkur svo ís heima. Betri verða dagarnir varla.
Ég er búinn að setja nokkrar myndir frá í dag á netið, eins og til dæmis þessa.
Signý fann Sápukúlugat .
Ég er búinn að setja nokkrar myndir frá í dag á netið, eins og til dæmis þessa.
Signý fann Sápukúlugat .
föstudagur, júní 13, 2008
Daglegt líf: Hver er "lilli"?
Ég á tvær eldir systur og tvo eldri bræður og hef vanist því frá blautu barnsbeini að vera kallaður "litli bróðir". Í kvöld var hins vegar einhver annar kallaður "lilli" og það var hann Villi. Signý spurði um hann í kvöld: "Ka lilli?" (Hvar er Villi?) þegar ég tannburstaði hana. Hún hefur alltaf svo gaman af því þegar frændfólk hennar kemur í hemsókn. Núna í kvöld bauð ég sem sagt Villa yfir til að horfa á Hollandsleikinn (gegn Frökkum). Hann hjálpaði mér við að sinna systrunum, fékk mat í kaupbæti og öskraði mér til samlætis þegar öll mörkin fjögur komu, hvert á fætur öðru, í öllum regnbogans listum. Þvílíkt lið sem Hollendingar hafa á að skipa í ár!
fimmtudagur, júní 12, 2008
Daglegt líf: Dagblaðalestur eftir sundferð
Ég fór í sund í gær í frábæru veðri ásamt Vigdísi. Hugrún fékk að leika sér á meðan í barnapössuninni í World Class. Þar líður henni vel og virðist ekkert sakna okkar á meðan. Þangað förum við helst 3-4 sinnum í viku, ýmist Vigdís ein með Hugrúnu (á daginn) eða með okkur Signýju (um helgar). Núna í fríinu fer ég eflaust með henni annan hvern dag.
Mér finnst gott að hangsa aðeins í anddyrinu og lesa blöðin, á meðan Vigdís er að taka sig til eftir sundið og Hugrún er enn inni. Í bæði Mogganum og Fréttablaðinu fann ég greinar sem ég vil eindregið benda fólki á. Í Mogganum var þessi líka fína grein um fótboltann sem listgrein. Fjallað var um Evrópumótið sem "listahátíð" og bent á það frá mörgum hliðum hvað það er margt sem fótboltinn á sameiginlegt með ýmsum listgreinum. Þetta er einmitt það sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson umsjónarmaður 4-4-2 er að hamra á og undirstrikar með því að bjóða fólki af mjög ólíku sauðahúsi til sín í spjall. Þetta er ekki bara íþróttahátíð heldur allsherjar menningarhátíð. Svo voru það bakþankarnir í Fréttablaðinu, sem skrifaðir voru af henni Þórhildi Elínu Elínardóttur (vonandi fer ég rétt með nafnið). Þar setti hún saman í eina umfjöllun fréttina af ísbirninum sem skotinn var fyrir norðan og ökuníðinginn sem heldur áfram hraðaakstri þrátt fyrir að hafa orðið mannsbani. Eins og sést á blogginu mínu fjallaði ég líka um þetta samhliða í einni færslunni. Í þessum bakþanki tengdi Þórhildur hins vegar fréttirnar tvær markvisst saman. Hún fjallaði um fyrst um ísbjörninn sem rammvilltan ferðamann sem villuráfandi var skotinn fyrir það eitt að snusa út í loftið og bar það saman við hættuna af síendurteknum hraðaakstri brjálæðings. Svigrúmið sem síbrotamenn hafa áður en þeir eru gómaðir er ólíkt meira en ísbjarnarins. Svo endar hún greinina á því að stinga upp á því að senda kauða upp á Tröllaskaga, sem villuráfandi túrista. Ég gat ekki annað en brosað lengi á eftir.
Mér finnst gott að hangsa aðeins í anddyrinu og lesa blöðin, á meðan Vigdís er að taka sig til eftir sundið og Hugrún er enn inni. Í bæði Mogganum og Fréttablaðinu fann ég greinar sem ég vil eindregið benda fólki á. Í Mogganum var þessi líka fína grein um fótboltann sem listgrein. Fjallað var um Evrópumótið sem "listahátíð" og bent á það frá mörgum hliðum hvað það er margt sem fótboltinn á sameiginlegt með ýmsum listgreinum. Þetta er einmitt það sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson umsjónarmaður 4-4-2 er að hamra á og undirstrikar með því að bjóða fólki af mjög ólíku sauðahúsi til sín í spjall. Þetta er ekki bara íþróttahátíð heldur allsherjar menningarhátíð. Svo voru það bakþankarnir í Fréttablaðinu, sem skrifaðir voru af henni Þórhildi Elínu Elínardóttur (vonandi fer ég rétt með nafnið). Þar setti hún saman í eina umfjöllun fréttina af ísbirninum sem skotinn var fyrir norðan og ökuníðinginn sem heldur áfram hraðaakstri þrátt fyrir að hafa orðið mannsbani. Eins og sést á blogginu mínu fjallaði ég líka um þetta samhliða í einni færslunni. Í þessum bakþanki tengdi Þórhildur hins vegar fréttirnar tvær markvisst saman. Hún fjallaði um fyrst um ísbjörninn sem rammvilltan ferðamann sem villuráfandi var skotinn fyrir það eitt að snusa út í loftið og bar það saman við hættuna af síendurteknum hraðaakstri brjálæðings. Svigrúmið sem síbrotamenn hafa áður en þeir eru gómaðir er ólíkt meira en ísbjarnarins. Svo endar hún greinina á því að stinga upp á því að senda kauða upp á Tröllaskaga, sem villuráfandi túrista. Ég gat ekki annað en brosað lengi á eftir.
mánudagur, júní 09, 2008
Fréttnæmt: Sumarfrí nýhafið
Í dag er sérstakur dagur. Ég er kominn í sumarfrí, og það sem meira er, það er skínandi bjart og fallegt veður úti. Svo eru mínir menn í Evrópukeppninni, Hollendingar, að leika sér að Ítölum. Svona eiga sumarfrí að byrja.
sunnudagur, júní 08, 2008
Daglegt líf: Þrjár ferðir austur
Undanfarnar þrjár vikur höfum við Vigdís farið austur fyrir fjall í þrígang. Fyrst fórum við að borða á Fjöruborðinu á Stokkseyri. Humar, mmm. Það var í tilefni af "deginum okkar", átjánda maí, en þá kynntumst við árið 2002. Um þetta hef ég reyndar skrifað og minntist þá á hvað þetta var vel heppnuð ferð. Viku seinna, á laugardegi, fórum við aftur austur í tilefni af ættarmóti í fjölskyldu Vigdísar. Þá var skjálftinn umtalaði nýafstaðinn og smá uggur í mönnum kannski, en gekk samt samt áfallalaust fyrir sig. Þær Hugrún og Signý létu hafa svolítið mikið fyrir sér þannig að maður kom lúinn heim eftir þetta. Svo var það núna um helgina að við tókum feginshendi boði Jóns Más og Margrétar um að gista í bústað sem þau hafa aðgang að í Grímsnesinu. Þau voru þarna alla helgina (við mættum á laugardegi) og töluðu um að jörðin hafi skolfið svolítið öðru hvoru. Vigdís fann líka fyrir smá víbringi núna í nótt. Þetta er samt allt á undanhaldi, held ég. Maður veit þó aldrei. En takk fyrir okkur, þetta var voða notalegt, og gaman að fara öll saman í Slakka eftir á (þar sem Signý naut sín til hins ítrasta).
Eftir ánægjulega bústaðaferð
Originally uploaded by Steiniberg.
Undanfarnar vikur hef ég verið duglegur að setja inn myndir á myndasíðuna. Þar má innan skamms sjá myndir úr öllum þessum ferðum, og auðvitað margt, margt fleira. Ég er búinn að koma mér upp á þægilega vinnurútínu og reikna með að standa mig í því að setja inn myndir, helst í hverri viku. Smellið endilega á myndina til að fá upp fleiri myndir úr ferðinni og lengra aftur í tímann.
Eftir ánægjulega bústaðaferð
Originally uploaded by Steiniberg.
Undanfarnar vikur hef ég verið duglegur að setja inn myndir á myndasíðuna. Þar má innan skamms sjá myndir úr öllum þessum ferðum, og auðvitað margt, margt fleira. Ég er búinn að koma mér upp á þægilega vinnurútínu og reikna með að standa mig í því að setja inn myndir, helst í hverri viku. Smellið endilega á myndina til að fá upp fleiri myndir úr ferðinni og lengra aftur í tímann.
laugardagur, júní 07, 2008
Pæling: Fréttir af ofsaakstri og ísbjarnardrápi
Eins og svo oft áður hef ég ekki haft tíma til að blogga dögum saman. Það er svo sem allt í lagi. Ég hefði hins vegar gjarnan viljað gera athugasemd við sumt af því sem er í fréttum þessa dagana. Eins og gaurinn sem varð mannsbani með aksturslagi sínu fyrir einu og hálfu ári og heldur samt áfram að stunda hraðaakstur (hefur verið tekinn níu sinnum síðan þá). Slysið ætti að endurskilgreina sem morð að yfirlögðu ráði. Ég veit að það virkar ekki þannig, því miður, en það er algjört lágmark að skilgreina hegðun hans sem tilræði við almenning og dæma sem morðtilraun í það minnsta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan yppir öxlun frammi fyrir augljósum afbrotum og klórar sér síðan í hausnum. Það sem okkur vantar er alvöru fangelsi sem virkar sem "time-out" eins og það er kallað. Fangelsi sem eru sæmiega óþægileg, ekki af hreinum kvikyndisskap heldur af því þau eru eiga ekki að þurfa að kosta okkur hin neitt. Strípaðir klefar með lágmarks þægindi, einangrun. "Time-out" fyrir gaura sem skrifa sig út úr samfélaginu.
Svo er það þetta með ísbjarnadrápið. Ég hef áður skrifað um glórulausa skotgleði veiðimanna hér. Í vikunni hefur mikið verið ritað um þetta mál og ég hef átt í áhugaverðum samræðum við bróður minn, Villa, sem er eldheitur nátturusinni eins og ég. Ég ætla að leyfa mér að vísa í hans orð beint, enda er ég sammála því sem hann segir (púslað saman með hans leyfi úr nokkrum tölvupóstum):
"Einhverjir sögðu að engin deyfilyf væru til í landinu þótt vitað væri af slíkum lyfjum á Egilsstöðum (stutt að sækja það). Einnig var talað um að þótt dýrið væri rólegt var það farið að snusa út í loftið þannig að það var fellt. Ætli veiðimennirnir hafi ekki bara verið komnir vindmegin við dýrið? Slík breyting í hegðun dýrsins er bara eðlileg. Reyndar var skrítið að strax voru komnir nokkrir veiðimenn en enginn virtist hugsa um að bjarga dýrinu - dýralæknirinn með lyfin kom aðeins of seint.
Líffræðingurinn á staðnum vissi ekki einu sinni að lyf væru innan seilingar svo fjarri henni virtist verndarhugsunin.
Strax voru komnar sex SKYTTUR á staðinn ásamt einum dýrafræðingi (sem virtist aðallega vera að hugsa um sýnatöku og slíkt sem aðeins er hægt að gera eftir að nýbúið er að fella dýrið). Það virtist ekki fara mikið fyrir björgunarhugmyndum skv. þessu. Ef dýrið var hungrað ætti að vera auðvelt að ginna það í gildru með mat sem innihéldi svæfingarlyf. Ef dýrið er ekki svangt og finnst því ekki ógnað ætti engin hætta að stafa af því. Lögreglan hefði átt að sjá um þann þátt."
Talað var um að almenningi stafaði hætta af dýrinu. Ég get ekki ímyndað mér að hættan hafi verið til staðar gagnvart öðrum en þeim sem voru að sniglast um í brekkunum. Hafa menn séð myndirnar af þessu? Almenningur var uppi um allar brekkur og ljósmyndari í kannski tíu metra fjarlægð. Svo snusaði dýrið. Þetta er eins og að lóga hundi fyrir að bíta barn sem stekkur inn í garðinn þar sem hann er bundinn.
Ég hélt alltaf að það væri einn hópur manna sem réði öllu í landinu en núna sé ég að þeir eru tveir. Þeir sem virðast alltaf ná sínu fram hér á landi eru svokallaðir peningamenn (eins og verktakar) og veiðimenn. Það er ekki hlustað á sjónarmið annarra. Ef þú getur sýnt fram á gróða eða getur dregið björg í bú með áþreifanlegum hætti, þá er tekið mark á þér. Allir aðrir eru meðhöndlaðir sem draumóramenn, bæði listamenn, ferðafólk og náttúruvísindamenn. Þetta er íslenski sveitungahátturinn í hnotskurn. Við erum ekki enn vaxin upp úr því að bjarga okkur fyrir horn gegnum örskamma sumarvertíð, áður en vetur skellur á. Hugsunin er ekki farin að teygja sig hærra en að redda sér fyrir horn. Framsýni hefur aldrei verið hluti af íslenskri þjóðarsál. Mér finnst þetta kristallast í atburðarásinni með ísbjarnardrápinu. Eflaust var þetta eina leiðin. Það sem er sorglegt er hversu snöggt veiðimenn voru mættir, hversu fljótt björninn var skotinn og hversu aðgangsharður almenningur var við að fylgjast með. Áhorfendurnir þrengdu öll þau tímamörk sem menn höfðu til ákvarðana, því það var fyrst og fremst návist áhorfenda sem skapaði hið raunverulega hættuástand. Af hverju þurftu menn að tilkynna um ísbjörninn fyrst til fjölmiðla? Af hverju var það kjaftasöguglyðra sem þurfti að rekast á björninn? Af hverju hlakkaði svona óskaplega í hetjunum með byssurnar? Kjaftakerlingar og hetjur með byssur. Á endanum var ekki hægt að taka neina aðra ákvörðun, geri ég ráð fyrir. Ég sé hins vegar fyrir mér að með því að skerma ákveðið svæði af og færa dýrinu kjöt eins og Villi bendir á þá hefði mátt fylgjast mun lengur með dýrinu - mögulega til að bjarga því. Ég vitna aftur í sömu tölvupóstasamskipti:
"... ef ráðamenn hefðu litið hlutina öðrum augum hefðu þeir fattað að með því að bjarga birninum aftur heim til sín hefðu þeir fengið nokkuð mörg prik hjá samtökum eins og WWF. Við töpum reyndar mörgum nú þegar með hvalveiðum."
Við erum nefnilega komin á svartan lista umhverfissamtaka og þarna gafst okkur færi á að rétta úr kútnum. Framsýni er því miður ekki talin dyggð á Íslandi. Við reddum okkur fyrir horn með álverum. Það segir meira en flest annað. Það er sorgleg þjóð sem skrimtir á þessu skeri.
Svo er það þetta með ísbjarnadrápið. Ég hef áður skrifað um glórulausa skotgleði veiðimanna hér. Í vikunni hefur mikið verið ritað um þetta mál og ég hef átt í áhugaverðum samræðum við bróður minn, Villa, sem er eldheitur nátturusinni eins og ég. Ég ætla að leyfa mér að vísa í hans orð beint, enda er ég sammála því sem hann segir (púslað saman með hans leyfi úr nokkrum tölvupóstum):
"Einhverjir sögðu að engin deyfilyf væru til í landinu þótt vitað væri af slíkum lyfjum á Egilsstöðum (stutt að sækja það). Einnig var talað um að þótt dýrið væri rólegt var það farið að snusa út í loftið þannig að það var fellt. Ætli veiðimennirnir hafi ekki bara verið komnir vindmegin við dýrið? Slík breyting í hegðun dýrsins er bara eðlileg. Reyndar var skrítið að strax voru komnir nokkrir veiðimenn en enginn virtist hugsa um að bjarga dýrinu - dýralæknirinn með lyfin kom aðeins of seint.
Líffræðingurinn á staðnum vissi ekki einu sinni að lyf væru innan seilingar svo fjarri henni virtist verndarhugsunin.
Strax voru komnar sex SKYTTUR á staðinn ásamt einum dýrafræðingi (sem virtist aðallega vera að hugsa um sýnatöku og slíkt sem aðeins er hægt að gera eftir að nýbúið er að fella dýrið). Það virtist ekki fara mikið fyrir björgunarhugmyndum skv. þessu. Ef dýrið var hungrað ætti að vera auðvelt að ginna það í gildru með mat sem innihéldi svæfingarlyf. Ef dýrið er ekki svangt og finnst því ekki ógnað ætti engin hætta að stafa af því. Lögreglan hefði átt að sjá um þann þátt."
Talað var um að almenningi stafaði hætta af dýrinu. Ég get ekki ímyndað mér að hættan hafi verið til staðar gagnvart öðrum en þeim sem voru að sniglast um í brekkunum. Hafa menn séð myndirnar af þessu? Almenningur var uppi um allar brekkur og ljósmyndari í kannski tíu metra fjarlægð. Svo snusaði dýrið. Þetta er eins og að lóga hundi fyrir að bíta barn sem stekkur inn í garðinn þar sem hann er bundinn.
Ég hélt alltaf að það væri einn hópur manna sem réði öllu í landinu en núna sé ég að þeir eru tveir. Þeir sem virðast alltaf ná sínu fram hér á landi eru svokallaðir peningamenn (eins og verktakar) og veiðimenn. Það er ekki hlustað á sjónarmið annarra. Ef þú getur sýnt fram á gróða eða getur dregið björg í bú með áþreifanlegum hætti, þá er tekið mark á þér. Allir aðrir eru meðhöndlaðir sem draumóramenn, bæði listamenn, ferðafólk og náttúruvísindamenn. Þetta er íslenski sveitungahátturinn í hnotskurn. Við erum ekki enn vaxin upp úr því að bjarga okkur fyrir horn gegnum örskamma sumarvertíð, áður en vetur skellur á. Hugsunin er ekki farin að teygja sig hærra en að redda sér fyrir horn. Framsýni hefur aldrei verið hluti af íslenskri þjóðarsál. Mér finnst þetta kristallast í atburðarásinni með ísbjarnardrápinu. Eflaust var þetta eina leiðin. Það sem er sorglegt er hversu snöggt veiðimenn voru mættir, hversu fljótt björninn var skotinn og hversu aðgangsharður almenningur var við að fylgjast með. Áhorfendurnir þrengdu öll þau tímamörk sem menn höfðu til ákvarðana, því það var fyrst og fremst návist áhorfenda sem skapaði hið raunverulega hættuástand. Af hverju þurftu menn að tilkynna um ísbjörninn fyrst til fjölmiðla? Af hverju var það kjaftasöguglyðra sem þurfti að rekast á björninn? Af hverju hlakkaði svona óskaplega í hetjunum með byssurnar? Kjaftakerlingar og hetjur með byssur. Á endanum var ekki hægt að taka neina aðra ákvörðun, geri ég ráð fyrir. Ég sé hins vegar fyrir mér að með því að skerma ákveðið svæði af og færa dýrinu kjöt eins og Villi bendir á þá hefði mátt fylgjast mun lengur með dýrinu - mögulega til að bjarga því. Ég vitna aftur í sömu tölvupóstasamskipti:
"... ef ráðamenn hefðu litið hlutina öðrum augum hefðu þeir fattað að með því að bjarga birninum aftur heim til sín hefðu þeir fengið nokkuð mörg prik hjá samtökum eins og WWF. Við töpum reyndar mörgum nú þegar með hvalveiðum."
Við erum nefnilega komin á svartan lista umhverfissamtaka og þarna gafst okkur færi á að rétta úr kútnum. Framsýni er því miður ekki talin dyggð á Íslandi. Við reddum okkur fyrir horn með álverum. Það segir meira en flest annað. Það er sorgleg þjóð sem skrimtir á þessu skeri.
sunnudagur, júní 01, 2008
Þroskaferli: Litlar hermikrákur
Þær eru mjög nánar systurnar, sem von er, og nú eru þær farnar að herma hvor eftir annarri. Það er fyrirsjáanlegt með Hugrúnu, enda er Signý nokkrum skrefum á undan í þroska og viss fyrirmynd fyrir vikið. En þegar Signý er farin að herma eftir Hugrúnu þá tekur maður eftir því. Hugrún á það nefnilega til að sprengja loftkennt "p" af vörum. Ég veit ekki almennilega hvað þetta kallast á einföldu máli: Kannski að puðra. Eða fnæsa. Hestar blása svona af vörum þannig að varirnar víbra. Frakkar eru líka þekktir fyrir þetta. Þeir puðra/fnæsa sérstaklega oft, einkum þegar þeir leita svara og yppa öxlum. Pfrfrfr... og þetta gerir Hugrún þegar hún er óþreyjufull eða pirruð og fær ekki það sem hún vill. Signý gerði þetta hins vegar aldrei. Ekki fyrr en núna. Fyndið að sjá hana pirraða og puðra af vörum, alveg eins og systir sín.
Þær eru nánar og það gengur líka til baka með óvæntum hætti. Signý er stundum svolítið dramatísk, eins og áður hefur komið fram. Þegar allt gengur illa og hún kemst í uppnám þá grætur hún yfirleitt og andartaki síðar vælir hún eftir duddunni sinni. Það er tangarhaldið sem allt huggar. Hún fær ekki snuð að staðaldri og yfirleitt ekki nema á nóttunni (eða þegar hún er lasin, sem hefur verið öðru hvoru). En þetta hangir svona saman: Hún kemst í uppnám, vælir og byrjar að kalla í örvæntingu sinni "dudda! dudda!". Þessu hefur Hugrún tekið eftir. Núna er svo komið að þegar hún grætur og kemst í sams konar uppnám þá er stutt í að hún væli "dudda" eins og systir sín. En merkingin er önnur. Hún skilur þetta ekki sem "snuð", því hún notar snuð nánast ekkert. Þetta er svona meira eins og almennt neyðarkall. Það sést best þegar hún grætur eftir hlutum sem Signý tekur af henni. Þá heyrist í henni: Dudda! Dudda! Þá komum við til skjalanna.
Þær eru nánar og það gengur líka til baka með óvæntum hætti. Signý er stundum svolítið dramatísk, eins og áður hefur komið fram. Þegar allt gengur illa og hún kemst í uppnám þá grætur hún yfirleitt og andartaki síðar vælir hún eftir duddunni sinni. Það er tangarhaldið sem allt huggar. Hún fær ekki snuð að staðaldri og yfirleitt ekki nema á nóttunni (eða þegar hún er lasin, sem hefur verið öðru hvoru). En þetta hangir svona saman: Hún kemst í uppnám, vælir og byrjar að kalla í örvæntingu sinni "dudda! dudda!". Þessu hefur Hugrún tekið eftir. Núna er svo komið að þegar hún grætur og kemst í sams konar uppnám þá er stutt í að hún væli "dudda" eins og systir sín. En merkingin er önnur. Hún skilur þetta ekki sem "snuð", því hún notar snuð nánast ekkert. Þetta er svona meira eins og almennt neyðarkall. Það sést best þegar hún grætur eftir hlutum sem Signý tekur af henni. Þá heyrist í henni: Dudda! Dudda! Þá komum við til skjalanna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)