þriðjudagur, júní 17, 2008

Upplifun: Sautjándi júní í blíðviðri

Við áttum frábæran dag í Kastalagarðinum með Signýju og Hugrúnu, ásamt bæði vinum og vandamönnum (þangað stefndum við þeim sem höfðu samband). Staðurinn sló í gegn og við lögðum niður í laut (sbr. "að leggja á borð"). Mættum með teppi, samlokur, drykkjarföng og fleira og plöntuðum okkur í góðu skjóli. Vonandi verður þetta haft til siðs héðan í frá. Ég kann miklu betur við að setjast niður svona og slappa af eins og útlendinga er háttur heldur en að staulast þreyttur gegnum skarann. Við komum orkumikil heim, með viðkomu hjá Ólöfu "frænku"(systur Vigdísar) sem bauð fjölskyldunni í fiskisúpu. Fengum okkur svo ís heima. Betri verða dagarnir varla.

Ég er búinn að setja nokkrar myndir frá í dag á netið, eins og til dæmis þessa.


Signý fann Sápukúlugat .

Engin ummæli: