föstudagur, júní 13, 2008

Daglegt líf: Hver er "lilli"?

Ég á tvær eldir systur og tvo eldri bræður og hef vanist því frá blautu barnsbeini að vera kallaður "litli bróðir". Í kvöld var hins vegar einhver annar kallaður "lilli" og það var hann Villi. Signý spurði um hann í kvöld: "Ka lilli?" (Hvar er Villi?) þegar ég tannburstaði hana. Hún hefur alltaf svo gaman af því þegar frændfólk hennar kemur í hemsókn. Núna í kvöld bauð ég sem sagt Villa yfir til að horfa á Hollandsleikinn (gegn Frökkum). Hann hjálpaði mér við að sinna systrunum, fékk mat í kaupbæti og öskraði mér til samlætis þegar öll mörkin fjögur komu, hvert á fætur öðru, í öllum regnbogans listum. Þvílíkt lið sem Hollendingar hafa á að skipa í ár!

Engin ummæli: