föstudagur, júní 20, 2008

Fréttnæmt: Róluóhapp

Signýju tókst að meiða sig í dag í leikskólanum. Hún datt úr rólu og lenti einhvern veginn á andlitinu. Hún fékk blóðnasir og rispur en virðist að öðru leyti vera í lagi. Það var tékkað á tönnum og þær voru allar á sínum stað og hún kveinkaði sér ekkert sérstaklega þegar strokið var um andlitið og snert á hinum og þessum stöðum. Mér skilst reyndar að hún hafi verið tiltölulega fljót að ná sér og farið að tjá sig um óhappið stuttu seinna. Þegar ég sótti hana var hún bólgin og rispuð en að öðru leyti eins og hún átti að sér. Hennar fyrsta verk, eftir að ég tók saman fötin hennar og lagði af stað í helgarfrí, var að biðja mig um að hjálpa sér í rólu og ýta af stað. Engu að síður hefur hún verið svolítið viðkvæm í andlitinu í kvöld og kveinkað sér öðru hvoru þegar hún rekst utan í eitthvað. Vonandi heldur þetta ekki fyrir henni vöku í nótt.

Engin ummæli: