föstudagur, júlí 31, 2009
Upplifun: Hugrún strýkur að heiman
Hugrún er mikill arkari, eins og kom fram í síðustu færslu. Þegar hún var komin heim, örþreytt, var hún síður en svo búin á því. Fyrst tók við leikstund með Signýju og vinkonu hennar (sem enn var í heimsókn) og að lokum var kominn matartími. Vigdís grillaði úti og kom með dýrindisfenginn inn, með tilheyrandi sumarlykt. Það sem Hugrún gerði hins vegar eftir matinn á eftir að sitja í okkur lengi. Hún læddist út rétt á meðan ég leitaði að þvottapoka til að þrífa hendurnar á þeim systrum. Hún er vön að fara varlega upp þrepin sem liggja niður í kjallarann okkar en í þetta skipti er eins og hún hafi strunsað út um ólæstar dyrnar. Það tók okkur líklega 10-15 sekúndur að átta okkur á því að hún væri "horfin" og það nægði henni til að strjúka. Garðshliðið er henni engin fyrirstaða og fannst hún strunsandi eftir gangstéttinni um það bil tveimur húsum frá. Hún leit ekki einu sinni um öxl þegar mamma hennar stikaði á eftir henni og gómaði. Við vorum að sjálfsögðu í uppnámi yfir því sem hefði getað komið fyrir hana. Hvað ef við hefðum áttað okkur eins og mínútu seinna? Hefði hún á endanum snúið við? Hvað verður þá um svona tveggja ára grísling sem enn áttar sig ekki á því hvað göturnar eru hættulegar? Eitt er víst að dyrnar koma ekki til með að standa opnar eða ólæstar héðan í frá, jafnvel um hásumarið þegar gestagangur er stöðugur. Til þess er Hugrún of óútreiknanleg - og dýrmæt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
þær eru báðar yndislegar og gaman að passa þær....
Það var gaman í Heiðmörk þegar við hittumst...
Eg sá eiginlega fyrir mér skíðagöngukappa eða sund kappa...
takk fyrir síðast.. :)
KV.Begga frænka
Skrifa ummæli