fimmtudagur, september 30, 2004

Fræðsluþáttur: Sjónvarpið. Leitin að upptökum Nílar.

Í gær heillaðist ég af fræðsluþætti um Nílarfljót. Þetta er þriggja þátta sería sem fjallar skipulega um fljótið frá þremur ólíkum hliðum. Fyrsti þáttur tók fyrir samfélag forn-Egypta og þær goðsögulegu skýringar sem Egyptar gáfu á tilurð fljótsins sem lífgjöf og blessun guðanna (sem meðal annars birtust í líki hinna ýmsu dýrategunda, sjá hér). Annar þáttur lýsti því hvernig vistkerfi Nílar vinnur sem heild samkvæmt skilningi nútímavísinda. Síðasti þátturinn fjallaði að lokum, í gærkvöldi, um leit landkönnuða að upptökum Nílar og hélt sú frásögn manni föngnum eins og maður væri þátttakandi í þessu mikla ævintýri.

Engin ummæli: