sunnudagur, september 19, 2004

Upplifun: Þjóðminjasafnið.

Rétt fyrir helgi rölti ég inn Þjóðminjasafnið á vegum Brúarskóla. Kennurum hvaðanæva að var þar kynnt dagskrá vetrarins. Eins og var fyrir viðgerð safnsins þá stendur til að bjóða grunnskólanemum í heimsókn í vetur og mun sú þjónusta stóraukast. Að formlegum fyrirlestri loknum bauðst okkur sem þarna vorum að skoða safnið í krók og kima. Ég hreifst. Ekki er þetta einasta fallegt og smekklegt safn með rúmt til veggja heldur er safnkosti komið til skila með hugvitsamlegum og eftirminnilegum hætti. Fjölbreytni í framsetningu er mikil, tölvuaðstaða er til fyrirmyndar og mikil áhersla er lögð á að gestir fái að handleika nákvæmar eftirmyndir af hlutunum. Safnið er það skemmtilegt að það teymir mann áfram, öld fram af öld.

Engin ummæli: