þriðjudagur, september 07, 2004

Tónlist: Bunkinn. Lou Reed, Spirualized, "Passion".

Sem fyrr geng ég frá geisladiskastafla sem hrannast hefur upp að undanförnu. "Bunkinn" er jafnan tónlist sem ég hef sótt í reglulega og hefur efni hans bara ekki náð að rata ofan í skúffu aftur. Núna einkennist hann af Lou Reed og hans arfleifð. Ég hef verið að hlusta á nokkur af hans helstu meistaraverkum enda hélt hann tónleika í Höllinni í síðasta mánuði. Einnig greip mig fljótandi sýrurokk Spiritualized og tók ég sérstaklega eftir því hvað Ladies and Gentlemen er ótrúlega öflug plata. Hún nær því að vera bæði sveimandi og beitt. Á henni er verið að leika sér mikið með ískur, hávaða og glundroða og búa til úr því einhvers konar óútskýranlega fegurð. Það sem tók mig hins vegar heljartökum var Passion plata Gabriels. Þessi plata býr til algjörlega ný viðmið í tónlist hvað varðar tilfinningalega dýpt.


Mercury Rev: See you on the Other side
Peter Gabriel: Passion
Spiritualized: Lazer Guided Melodies
Spiritualized: Ladies and Gentlemen we Are Floating in Space
Lou Reed: Berlin
Lou Reed: Magic and Loss
Lou Reed: Ecstacy
Lou Reed: Transformer
Velvet Underground: Loaded

Engin ummæli: