fimmtudagur, september 16, 2004

Fréttnæmt: Bloggið kemst á réttan kjöl á ný

Undanfarinn mánuð eða svo hefur bloggið mitt verið í lamasessi. Það sem ég hef skrifað að undanförnu hefur með undarlegum hætti safnast upp á síðu sem aðeins ég hef aðgang að í stað þess að birtast öðrum. Opinbera síðan mín hefur verið frosin á meðan. Ég leitaði ráða víða, meðal annars til tæknimanna Islandia og þeirra hjá blogger.com en báðir aðilar gáfu málið frá sér með því að vísa hvor á annan. Ég þurfti að leita á endanum til Danmerkur til Kristjáns sem þangað er nýfluttur. Reyndar varð honum starsýnt á undarlegan vanda sem engin einföld lausn var á. Að því er virtist gat síðan mín ekki með nokkru móti birst á þeim stað sem henni var upphaflega ætlaður. Hins vegar var hægt að fara í kringum hlutina með því að fá blogger til að hýsa síðuna annars staðar. Kristján hefur oft reynst mér vel sem netráðunautur. Ég fagna lausn hans með mikilli tilhlökkun um að halda áfram að skrifa. Í leiðinni minni ég á að fyrri færslur, sem hafa safnast upp í kyrrþey frá 10. ágúst, birtast hér með fyrir neðan hverjum sem er til aflestrar.

Ath. þeir sem krækja: Vefslóð bloggsins hefur breyst. Aðkoman frá aðalsíðunni virkar hins vegar á sama hátt og áður.

1 ummæli:

Kristján sagði...

Velkominn á netið aftur!