miðvikudagur, júní 08, 2005

Lestur: Athyglisverð bók fra Lonely Planet

Í dag skaust ég úr vinnunni upp í Sólheimabókasafn til að ná í bók sem við þurftum að nota. Á leiðinni inn sá ég stafla af bókum til sölu. Yfirleitt er þetta rusl sem enginn vill. Stundum finnur maður hins vegar bækur um eitthvað sem fáir hafa áhuga á og er þess vegna sett í sölu. Þarna á milli úr sér genginna bóka fann ég sem sagt óvenjulega ferðahandbók frá Lonely Planet sem heitir "Travel with Children" (á hundraðkall). Hún lýsir því hvernig ábyrgðarfullt foreldrahlutverkið þarf ekki endilega að útiloka ævintýri í fjarlægum heimshornum. Þau eru óvenjuleg efnistökin í þessari bók og hún gæti reynst manni vel síðar meir. Reyndar er sú tilhugsun ekki svo langsótt - en ég vík betur að því í næsta pósti.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Næstkomandi færslu! Er verið að gefa eitthvað í skyn? Ég bíð spenntur :-)