fimmtudagur, júlí 14, 2005
Netið: Danskur matur
Um nokkurt skeið hef ég fyrir hönd Vísindavefsins verið að dunda mér við að stúdera danskar matarhefðir. Með þessu réðist ég á mjög yfirgripsmikið efni sem krafðist mikillar heimildavinnu. Ég nýtti mér líka óspart fjölmarga vini og félaga sem búið hafa í Danmörku og bar málamyndasvar undir þann breiða hóp og fékk að lokum til baka alls kyns uppbyggilegar athugasemdir. Fyrir þá sem kannast við að hafa verið mér innan handar á þeim tíma (því nú er liðið um hálft ár síðan) þó óx vinnan mér nokkuð í augum á þeim tímapunkti. Ég saltaði textann um sinn ákvað að leyfa efninu að gerjast í undirmeðvitundinni. Núna í sumarbyrjun tók ég þráðinn upp að nýju og hef fengið niðurstöður birtar á Vísindavefnum undir mannfræðiflokknum. Ég þakka þeim sem aðstoðuðu mig á sínum tíma og vona að þetta sé, þegar upp er staðið, fróðleg og skemmtileg lesning.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli