mánudagur, janúar 16, 2006

Fréttnæmt: Vigtunarsaga, II. hluti

Ljósan kom í dag. Hún kom síðast fyrir tveimur vikum og vigtaði þá dóttur okkar. Þá reyndist hún hafa þyngst á einni viku frá 3.000 grömmum upp í 3.350 grömm, sem þykir nokkuð mikið. Núna hélt hún nokkurn veginn uppteknum hætti og vigtaðist eftir tveggja vikna vaxtartíma um 3.850 grömm. Okkur finnst hún stækka dag frá degi, sem hún gerir. Á síðustu tveimur vikum höfum við líka tekið eftir því að hún hefur styrkst nokkuð. Hún er farin að halda haus, geta lyft honum og snúið, jafnvel snúið sjálfri sér í rúminu. Stundum hriktir í vöggunni þegar hún byltir sér. Nýlega hef ég tekið eftir því að hún er farin að geta lyft sér af maganum, eins of Sfinxinn í Egyptalandi, og horft þannig í kringum sig, styrkum höndum.

Engin ummæli: