þriðjudagur, janúar 24, 2006
Upplifun: Skipulagsleysi
Ótrúlega get ég verið óskipulagður stundum. Ég fór á bensínstöð, dældi á bílinn og vippaði mér upp að afgreiðsluborðinu - en fann ekkert veski (var nýbúinn að skipta um yfirhöfn). Við fundum eitthvað út úr þessu samt; ég skrifaði niður nafn og bílnúmer og lofaði að koma daginn eftir. Nokkrum mínútum seinna ætlaði ég svo að redda mér smá hádegismat gegnum það litla klink sem ég hélt væri með í rassvasanum. Kemur þá ekki fimmþúsundkrónaseðill upp úr krafsinu. Það er náttúrulega vítavert að eiga svona mikinn pening í reiðileysi, en ég var því feginn í þetta skiptið: Ég fór aftur að fyrra afgreiðsluborðinu og borgaði skuldina mína.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli