Áramótin hjá okkur Vigdísi voru frekar óvenjuleg. Við ákváðum að vera ein út af fyrir okkur. Við erum bæði frekar sprengjuhvekkt að eðlisfari og vildum allra síst leggja óþægindin á litlu væru dóttur okkar. Við vorum því heima, borðuðum góðan mat og horfðum á sjónvarpið og síðan vídeó.
Þrátt fyrir skringilega einveruna nutum við okkur ljómandi vel, enda var maturinn ekki af verri endanum: Grafinn lax ásamt sósu og ristuðu brauði, rauðlaukssalat með kavíar og hvítlaukssteiktur humar. Í eftirrétt (með sjónvarpinu) mauluðum við samósur; en það eru grænmetisfylltar smábökur úr smjördeigi sem djúpsteiktar eru og borðaðar sem fingramatur. Samósur eru "aldagömul" hefð sem viðhafnarmatur á mínum borðum. Það er nú svolítið síðan ég bjó þær til síðast og hafði Vigdís því ekki smakkað þær áður. Henni leist satt að segja ekki sérstaklega á fyllinguna (sem inniheldur blómkál, sætar baunir og kartöflur) og stakk upp á sinni eigin fyllingu í staðinn (aspas, gulrætur og spergilkál). Það reyndist ekkert síðra á bragðið og kom það mér skemmtilega á óvart. Gestir og gangandi hirtu restar með góðri lyst, eins og vera ber.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli