laugardagur, janúar 28, 2006

Fréttnæmt: Þroskaferli

Allt er með kyrrum kjörum hjá okkur í Granaskjólinu. Svefnrútinan er aðeins að taka á sig mynd og við skiptumst á að vaka þegar svo ber undir. Annars er skemmtilegast að sjá hvað dóttir okkar er að þroskast mikið. Hún er komin með myndarlega undirhöku, eins og ég minntist á nýlega, en hún er líka farin að átta sig betur á umhverfinu. Þetta innhverfa bros sem maður tók stundum eftir er núna að breytast stig af stigi í eiginlegt samskiptabros. Við getum nánast kallað fram bros hjá henni með markvissum svipbrigðum og lifandi tón í röddinni. Svo er hún farin að grípa ansi fast. Þegar við leggjum hana á magainn á okkur þá hangir hún nánast í okkur með þéttu gripi (það er ekki alltaf sársaukalaust). Um daginn tók ég eftir því að hún teygði sig í leikfang og náði þéttu gripi um hringlaga handfang. Síðan kunni hún ekki almennilega á framhaldið. Það kemur bara seinna.

Engin ummæli: