þriðjudagur, september 05, 2006

Pæling: Fæðingatíðni í vinahópum

Við Vigdís og Signý fórum í ansi eftirminnilegt barnaafmæli um helgina - og reyndar annað helgina á undan. Fyrstu tvö barnaafmælin hennar Signýjar, og bæði voru það eins árs afmæli. Fyrst var það Siggi bróðir og Svetlana sem eignuðust Daníel í fyrra. Stuttu síðar eignuðust Bjartur og Jóhanna hann Friðrik Val. Í fyrra afmælinu var saman komið fyrst og fremst fjölskyldufólk en í seinna afmælinu var vinafólk á svipuðu reki saman komið.

Bæði afmælin voru ljómandi skemmtileg en það sem var svo sérstaklega eftirminnilegt við seinna afmælið var að allir sem voru mættir áttu börn á svipuðum aldri (þar voru saman komin fjögur ungbörn, eins árs og aðeins yngri). Það kom upp úr krafsinu, þegar við byrjuðum að spjalla, að mun stærri kunningjahópur gestanna hafði líka eignast barn á sama tíma (yfir tíu pör), en enginn síðan um þá. Nær allir voru þar að eignast sitt fyrsta barn. Maður veltir ósjálfrátt fyrir sér hvað það þetta er undarlegt. Skrítið hvernig vinir og kunningjar eiga það til að fylgjast að í lífsrytma. Ég minntist ekkert á fleiri fæðingar frá sama tíma sem viðkomandi vissi ekkert um. Hef heldur ekki frétt af neinni fæðingu síðan um áramót.

Engin ummæli: