fimmtudagur, september 28, 2006

Upplifun: Skuggaverur i garðinum

Í nótt þurftum við að hringja í 112. Það var klukkan sex að morgni að Vigdís varð vör við umgang í garðinum. Þegar ég komst sjálfur til rænu heyrði ég einnig eitthvert grunsamlegt þrusk og gægðist út milli rimla á gardínunni. Þar var einhver laumulegur náungi á ferðinni, með höfuðið falið í hettupeysu. Hann ráfaði ómarkvisst en leitandi eftir húsinu endilöngu. Ég hentist fram í eldhús til að tékka á dótinu okkar utandyra (tvö hjól og barnavagn ásamt bílnum) og sá ekkert athugavert þar. Fór aftur inn í herbergi og gægðist út. Þeir voru þá tveir að sniglast þar fyrir utan og voru eitthvað að lauma sér yfir í næsta garð. Þá hringdi ég í 112 og fékk samband við lögregluna. Eftir stutta lýsingu sögðust þeir ætla að senda bíl á svæðið. Við fórum hins vegar að sofa, fremur órótt og grunnt.

Engin ummæli: