Hún lætur bíða eftir sér sú litla. Enn allt átakalaust. Þetta er kannski eina heimilið í Vesturbænum þar sem kvartað er undan verkjaleysi. Síðan um daginn þegar Vigdís fékk verkina ákváðum við að vera í stöðugri viðbragðsstöðu og með tímanum ákváðum við að Sirrý (mamma Vigdísar) skyldi nú bara gista hjá okkur því þetta virtist ætla að bresta á. Eftir átta daga samveru ákváðum við hins vegar í gær að prófa að senda tengdó heim.
Hún var búin að hjálpa okkur heilmikið og létta okkur lífið með ýmsum viðvikum. Við áttum í góðum félagsskap marga eftirminnilega daga og ekki laust við að það hafi verið eldað meira á heimilinu en venjulega, alla vega samanborið við undanfarnar vikur. Fyrir vikið erum við öll hin afslöppuðustu og pattaralegustu. Það á einkum við um Signýju. Hún virðist vera að taka mjög snögglega við sér. Hárið er að þéttast á kollinum og hún er öllu bústnari í framan en í síðustu viku. Heitur matur upp á hvern einasta dag virðist skipta sköpum fyrir litla fólkið, enda efnaskiptin hraðari en hjá okkur hinum. Sirrý innleiddi góðan sið á þessari rúmu viku: Hún eldaði hafragraut að morgni hvers einasta dags og ræsti okkur þannig fram með góðri lykt og fyllingu. Það er sko eitthvað sem við ætlum að gera áfram.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hafragrautur á morgnana er algjört möst á okkar heimili, sérstaklega á köldum vetrarmorgnum...
Skrifa ummæli