laugardagur, apríl 14, 2007

Fréttnæmt: Biðin lengist

Enn hefur fæðing ekki farið af stað. Verkir hafa gert vart við sig en þó ekki eins öflugir og á mánudaginn var. Kannski eins gott, því ég gat fyrir vikið klárað síðustu vinnuvikuna mína og skilað mjög skipulega af mér starfinu og stofunni. Það var heilmikil vinna og ég kom heim einum til tveimur tímum seinna en ég er vanur. Vigdís var þó ekki ein og yfirgefin á meðan. Hún hafði ýmsa sér til aðstoðar, sérstaklega tengdó, sem annaðist hana mest allan tímann og greip inn í tilfallandi verk. Það var einstaklega notalegt að koma heim og finna hvernig allt var í jafnvægi. Núna á föstudaginn ákváðum við að hún skyldi njóta þess að slaka á með okkur fram eftir og hvöttum hana til að gista. Þetta eru því notalegir dagar í stað spennuhlaðinnar eftirvæntingar. Fæðingin brestur mjög fljótlega á og mikilvægt að vera sem best hvíldur. Það getur varla verið langt í land úr þessu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við bíðum enn, með ykkur! :-)
Baráttukveðjur
Margrét og Jón