föstudagur, mars 11, 2005

Daglegt líf: Samvera, nærvera og einvera.

Fimmtudagskvöldin hafa reynst okkur Vigdísi vel sem afslöppunarkvöld að undanförnu. Núna var það með öðru sniði en fyrir viku síðan. Ég stundaði hálfgerða skrifstofuvinnu í hægindastólnum í sjónvarpshorninu og fylgdist með flöktinu frá skerminum útundan mér á meðan Vigdís slakaði á yfir sjónvarpinu. Við vorum að sinna ólíkum hlutum í sama rými. Það sem gerði gæfumuninn var að ég hafði tónlist á eyrunum (með hjálp þráðlausu heyrnartólanna) þannig að ég náði góðum vinnugír við þessar aðstæður. Við vorum því eiginlega í sitt hvoru lagi, en samt saman gegnum nærveruna (mér finnst dýrmætt að geta sameinað svona vel kosti einveru og samveru). Svo sötruðum við sameiginlega dýrindis myntute sem ég hafði varla undan við að hella upp á.

Engin ummæli: