laugardagur, mars 12, 2005

Tilkynning: Ekki Eldsmiðjan á álagstíma!

Ég vara fólk eindregið við því að skipta við Eldsmiðjuna, a.m.k. á álagstíma. Við lentum illa í því í gær, rétt á undan úrslitaþætti Idolsins. Ég pantaði pizzuna að heiman með klukkutíma fyrirvara og þurfti samt að bíða í hálftíma þegar á hólminn var komið. Til að bæta gráu ofan á svart hafði enginn í afgreiðslunni hugmynd um hversu mikið pizzan hafði tafist. Þarna biðu tugir manna í þröngu anddyrinu og hristu hausinn. Óvissan var mjög óþægileg fyrir alla sem biðu. Ég hafði samband við þá út af þessu eftir á og þeir komu vel fram við mig, útskýrðu meðal annars að þeir hefðu ekki neitt tölvukerfi og þess vegna væru föstudagarnir þeim mjög erfiðir. Svo buðu þeir mér náttúrulega fría pizzu með kók í kaupbæti sem ég get innheimt innan mánaðar. Ágætt fyrir okkur Vigdísi þegar við komum heim að utan að skella okkur á eina góða.

Engin ummæli: