þriðjudagur, mars 08, 2005

Netið: Karrítexti

Á vísindavefnum var að birtast texti sem ég hef verið að dunda mér við að skrifa um nokkurt skeið. Hann fjallar um karrí. Það kom mér töluvert á óvart þegar ég viðaði að mér heimildir og las mig til um karrí hvað það er margslungið fyrirbæri. Satt að segja þá vafðist það töluvert fyrir mér að gera því viðunandi skil í svona stuttu máli. Þetta er þriðja svarið sem þeir á Vísindavefnum birta eftir mig. Hin tvö sem eru fyrir fjalla um spelti og Gaia-kenninguna. Ég á von á því að það verði eitthvert framhald á þessu næstu vikur og mánuði því mér hafa verið eyrnamerktar nokkrar spurningar sem ég dunda mér áfram við í frístundum að svara. Það má segja að ég hafi tekið það að mér, ásamt tveimur öðrum aðilum, að fjalla um mat fyrir vefinn. Hinir eru meira á næringarfræðilegu línunni á meðan ég tek frekar fyrir svör sem tengjast menningu og matarhefðum. Þrjú svör eru núna í burðarliðnum. Þau fjalla um danska matarmenningu, enskar morgunmatarhefðir og stjörnualdin. Ég stefni að því að klára þessi þrjú svör í næstu viku áður en við Vigdís förum út.

Engin ummæli: