laugardagur, mars 12, 2005
Upplifun: Temenning
Fyrir um mánuði síðan horfði ég á tóman teskápinn þar sem venjulega má finna sætt kex, sykraðan engifer, dökkt súkkulaði og allar hugsanlegar sortir ef tei, bæði svörtu og grænu. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hef ég keypt fleiri tegundir af tei en ég hef áður átt. Meðal annars uppgötvaði ég svokallað "Spicy Chai" í Te og Kaffi. Þetta er kryddte sem er blandað til helminga með flóaðri mjólk að viðbættu hunangi. Frábært á síðkvöldum rétt fyrir svefninn. Það er nú svo skrítið að um leið og maður kynnist einhverju nýju fer maður að veita því athygli allt í kringum sig. Kaffihúsið Amokka selur þetta eins og hvern annan kaffidrykk og mér skilst að þessi gerð af tei sé mjög vinsæl á Norðurlöndunum (Amokka er víst dönsk kaffihúsakeðja). Einn vinnufélagi minn var einnig að koma frá Indlandi og mætti í vinnuna með svona te. Líklega er þetta þaðan upprunnið. Í fyrradag kíkti ég svo á athyglisvert tehús á Frakkastígnum sem heitir Feng Shui. Þau hafa víst staðið sig í því að kynna þessa einstöku tevöru ásamt öðrum tegundum frá framleiðandanum Gypsytea. Þeir selja ótrúlega ilmríkar og góðar tevörur. Þar fékk ég myntuteið sem ég minntist á í síðustu færslu. Ég mæli virkilega með þessum stað. Gaman að setjast þar niður eins og á hverju öðru "kaffi"húsi og prófa nýjar ævintýralega tegundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli