fimmtudagur, mars 03, 2005
Daglegt lif: Spilakvöld á fimmtudegi
Ég er ótrúlega ánægður með kvöldið í kvöld. Við Vigdís ákváðum rétt upp úr fréttum að fara að spila Scrabble. Yfirleitt þegar við skröbblum saman, sem er ekki svo sjaldan, þá er það seint föstudags- eða laugardagskvöldi (og við spilum þá vel frameftir). Núna var klukkan hins vegar tæplega níu á fimmtudegi. Við tókum fram te, pilsner, smá bjór og fullt af nýrri spennandi tónlist (sjá síðustu færslu). Ólíkt venjulegu spilakvöldi hjá okkur héldum við einbeitingu til enda enda kláraðist spilið rétt fyrir miðnætti. Við uppgötvuðum frábæra plötu með Low (Things We Lost in the Fire) og snaggaralega melódíska rokkskífu Lemonheads frá 1992 (It´s a Shame about Ray). Báðar hreint afbragð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli