fimmtudagur, mars 17, 2005
Daglegt lif: Ferðaundirbuningur
Við erum búin að standa í ferðaundirbúningi undanfarna daga. Það er tímafrekt enda langt síðan við fórum út. Ég hef til að mynda ekki flogið í tæp þrjú ár og við Vigdís höfum ekki ferðast saman út fyrir landsteinana nema með Norrænu um árið, og það var hálfgerður bíltúr alla leið, eða þannig. Óneitanlega erum við spennt. Það verður aldeilis nægur tími til að slaka á við sundlaugarbakkann eða á ströndinni með bók um hönd, sólina í fangið og eitthvað svalandi til að sötra. Þessar stundir við bakkann eru satt að segja því ég hef enn ekki dottið niður á neina tilvalda bók til að lesa. Að vísu hoppaði ein rakin í töskuna um daginn, svona lauflétt yfirlit um spænsk máltæki með þýðingum og útskýringum. Þægileg leið til að liðka spænskuna. En sagan sem hæfir stað og stund á enn eftir að dúkka upp, sem er kannski bara spennandi. Gerir fríhafnarstússið áhugaverðara. Ekki veit ég hvort við komum til með að finna tölvur á Kanarí. Ef engin færsla bætist hér við vita menn af hverju. Tölvuleysi, eða bara svona mikil sól. :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli