laugardagur, apríl 02, 2005

Fréttnæmt: Heimkoma frá Kanarí

Nú er langt um liðið frá síðustu færslu. Tveggja vikna sólardvöl á Kanarí er náttúrulega skýringin. Það var erfitt að finna tölvuaðstöðu og enn erfiðara að réttlæta langa setu fyrir framan tölvuskerm á meðan sólin skein úti fyrir. Við vorum nefnilega mjög heppin með veðrið. Það var búið að vera kalt vikurnar og mánuðina á undan og þegar við fórum frá Kanarí stefndi í ofsahita á næstunni. Hittum akkúrat á þann tíma þegar veðurguðirnir voru að byrja að rétta úr kútnum. En nú erum við komin heim eftir mikið lúxuslíf og talsverða eyðslu (fylgir það ekki alltaf svona ferðum?). Það verður eflaust erfitt að kúpla sig út úr veitingahúsagírnum og innkaupagleðinni. Ætli það gerist ekki bara með því að vinna fullt af aukavinnu á næstu vikum og þar með slá bæði sparnaðar- og söfnunarflugurnar í einu höggi? Ferðasagan kemur í dag og á morgun í nokkrum skömmtum áður en raunverulegt daglegt líf hefst hér heima. Þetta verður allt flokkað undir eftisþáttum eins og ég hef vanið mig á að gera hingað til.

Engin ummæli: