sunnudagur, apríl 03, 2005

Lestur: Eleven Minutes e. Coehlo

Ég minntist á það á leiðinni út að mig vantaði bara bók til að glugga í á sundlaugarbakkanum. Þessi bók skilaði sér fljótlega. Ég grúskaði í lítilli verslun sem selur dagblöð frá ýmsum löndum (International press) og sá þar höfund sem ég kannaðist við, Paolo Coelho. Hann skrifaði "the Alchemist" sem fór sigurför um heiminn fyrir um fimmtán árum. Ég keypti hana á sínum tíma á spænsku af því höfundurinn er portúgalskur (þýðingin ætti því að standa nærri upprunanum) en ég hef einhvern veginn ekki haft mig í það að lesa hana (kannski ofmetið spænskukunnáttuna). En núna blasti við nýjasta bókin hans, Eleven Minutes og ensk þýðing engin hindrun í þetta skiptið. Þetta er ótrúleg bók. Hún fjallar um kynlíf frá öllum hugsanlegum hliðum með mjög hispurslausum frásögnum. Fyrir það eitt er bókin stórmerkileg og fróðleg. Undir niðri er hins vegar verið að glíma við hamingjuleitina á óhefðbundinn hátt, ástina, sársaukann (líkamspíslir), firringu (vændi), girnd, og kúnstina að njóta þess einfalda með því að efla skilningarvitin. Þessi bók kom mér svo oft á óvart að mér leið eins og á ævintýralegu ferðalagi í hvert sinn sem ég opnaði bókina.

Engin ummæli: