miðvikudagur, apríl 20, 2005

Daglegt líf: Vinnutörn og Nasa.

Eins og ég lofaði fóru fyrstu tvær vikurnar hér heima í að vinna aukavaktir á sambýlinu. Lítill tími hefur gefist til frístunda. Bloggið hefur setið alveg á hakanum. Við Vigdís skelltum okkur reyndar á athyglisverða tónleika á Nasa fyrir tæpri viku síðan. Þá kynntu Trabant nýja plötu með miklum fögnuði og látum. Að öðru leyti höfum við bara reynt að slaka á milli vinnutarna. Í næsta mánuði verðum við líklega komin á réttan kjöl á ný.

Engin ummæli: