fimmtudagur, apríl 28, 2005

Matur: Hvítlauksrækjur

Fyrst ég minntist á hvítlaukslausan pastarétt í síðustu færslu get ég ekki stillt mig um að skella fram lauslegri beinagrind að hvítlauksorgíu sem Vigdís blandaði ofan í okkur um daginn. Ekki þekki ég smáatriðin en þetta er víst ósköp einfalt. Munnurinn á eftir að loga í hvítlauk, og það er gott :-)

2 heilir hvítlaukar (ekki rif, heldur heilir hausar)
1 stór dós af "Classic Italian" tómatblöndu frá Hunt´s (eða 2 venjulegar dósir)
1 peli rjómi
1 búnt af ferskri steinselju
500 gr. rækjur

Þetta mallar allt í fremur stuttan tíma. Rækjurnar koma bara í lokin svo þær verði ekki seigar. Muna bara að láta þær þiðna með góðum fyrirvara.

Já, og hrísgrjón. Ekki gleyma þeim. Eðal kássa með ristuðu brauði.

Mmmm.... hvítlaukur! :P

Engin ummæli: