Í kvöld var slökkt á götuljósum um allan bæ. Það var magnað hvernig bærinn breytti um svip. Í götunni okkar stóðu nágrannarnir sig almennt mjög vel og slökktu á nánast hverri týru. Bjarminn að handan hvarf einnig með almennri myrkvun í borginni. Skyndilega gerðist það að borgarlandslagið, götumyndin og allt það sem maður hefur alment fyrir sjónum sér flutti sig um set úr forgrunni í bakrunn. Himnahulan (því ekki var stjörnubjart) varð mun áþreifanlegri og nálægari en maður er vanur svona á milli húsa. Það glitti í nokkrar stjörnur, svona eins og til að gefa fyrirheit um annað stefnumót seinna.
Það mætti nú fínpússa útfærsluna á þessu eitthvað fyrir næsta skipti því ég leyfi mér að trúa því að þetta verði raunverulegur valkostur í framtíðinni þegar stórviðburðir eiga sér stað á himninum. Sjoppur og bensínstöðvar geta dregið úr eða slökkt á neónbirtu sinni og yfirgefnir vinnustaðir þurfa að slökkva útiljós sín með fyrirvara. Strætó má líka alveg sleppa því að aka um upplýstur eins og bálköstur. Reyndar var það svo að ég treysti mér ekki til að ganga yfir götu í þessu myrkri sem myndaðist. Ég treysti einhvern veginn ekki koldimmum götunum í þessu framandi umhverfi. Leið eins og í útlöndum - þar sem ljósunum er ekki flíkað eins ótæpilega og hér heima.
En það var ekki bara myrkur milli tíu og hálf ellefu. Dagurinn var eitt myrkur því í dag fæddist drullupollur fyrir austan. Dýrasti drullupollur í veröldinni. Hann kostaði þjóðina 300 milljarða (sem eru 300 þúsund milljónir). Ef við reiknum þetta út sem ársverk (hvert metið i kringum þrjár milljónir) þá er um að ræða hundrað þúsund ársverk venjulegs verkamanns. Þetta eru þúsund manns í eina öld. Þau eru frekar dýr störfin þarna fyrir austan (svo ekki sé minnst á fórnarkostnaðinn).
Þrátt fyrir að þetta grúfði yfir manni tókst mér að upplifa einhvers konar þjóðarstolt um daginn. Þessu fann ég fyrir í fyrsta skipti í mörg ár fyrir tveimur dögum síðan þegar Ómar og hin þúsundin sameinuðust með litlum sem engum fyrirvara og flæddu út á göturnar eins og stórfljót niður Laugaveginn (smellið á "allur fjöldinn á laugaveginum" og horfið til enda). Það er þá eitthvað meira en tóm græðgi sem knýr fólkið sem hérna býr. Ég hef nú endurheimt þá trú, en geri mér jafnframt grein fyrir því að það eru "hinir" sem hafa völdin.
fimmtudagur, september 28, 2006
Upplifun: Skuggaverur i garðinum
Í nótt þurftum við að hringja í 112. Það var klukkan sex að morgni að Vigdís varð vör við umgang í garðinum. Þegar ég komst sjálfur til rænu heyrði ég einnig eitthvert grunsamlegt þrusk og gægðist út milli rimla á gardínunni. Þar var einhver laumulegur náungi á ferðinni, með höfuðið falið í hettupeysu. Hann ráfaði ómarkvisst en leitandi eftir húsinu endilöngu. Ég hentist fram í eldhús til að tékka á dótinu okkar utandyra (tvö hjól og barnavagn ásamt bílnum) og sá ekkert athugavert þar. Fór aftur inn í herbergi og gægðist út. Þeir voru þá tveir að sniglast þar fyrir utan og voru eitthvað að lauma sér yfir í næsta garð. Þá hringdi ég í 112 og fékk samband við lögregluna. Eftir stutta lýsingu sögðust þeir ætla að senda bíl á svæðið. Við fórum hins vegar að sofa, fremur órótt og grunnt.
þriðjudagur, september 19, 2006
Fréttnæmt: Meðganga framundan
Líklega eru ekki allir lesendur bloggsíðunnar meðvitaðir um að heimilisbragurinn í Granaskjólinu er um það bil að taka stakkaskiptum á ný. Nýtt meðgöngutímabil er framundan og Signý verður brátt stóra systir. Þetta vissum við fyrir um það bil mánuði síðan, nánar tiltekið daginn áður en ég fór austur að Kárahnjúkum.
Við fórum í ómskoðun í gær og fengum úr þvi skorið að líklega séu ellefu vikur og tveir dagar að baki (dagurinn í dag þar með talinn). Framreiknað mun fæðing að öllum líkindum eiga sér stað í kringum sjöunda apríl. Við þekkjum marga sem eiga afmæli í þeim mánuði svo þetta verður spennandi. Samkvæmt stjörnuspekinni eru "hrútabörn" víst mjög ólík "bogmannsbörnum"; til dæmis eru þau bæði skapmeiri og kröfuharðari. Þegar vinskapur þeirra er skoðaður eiga þau hins vegar ágætlega skap saman.
Við Vigdís erum að vonum spennt en þetta er samt öðruvísi en áður. Maður áttar sig betur og er ekki nærri eins óviss um ferlið framundan. Svo er auðvitað allt til alls á heimilinu, sem er bara vel í stakk búið án frekari undirbúnings. Það munar gríðarlega miklu. Í leiðinni er maður er ekki eins mikill "brautryðjandi" og í fyrra skiptið. Fyrir vikið er meðgangan ekki eins leyndardómsfull. Að sjalfsögðu sjáum við fram á ýmsa hagkvæmni eins og það að geta strax nýtt aftur ungbarnasettið eins og það leggur sig sem við þurftum að redda á sínum tíma með ærinni fyrirhöfn. Það þarf þá ekki að hírast í geymslum til lengri tíma. Svo á maður von á því að félagsskapurin sem systkinin (eða systurnar) fá af hvoru öðru (hvorri annarri) verði mikils virði.
Við fórum í ómskoðun í gær og fengum úr þvi skorið að líklega séu ellefu vikur og tveir dagar að baki (dagurinn í dag þar með talinn). Framreiknað mun fæðing að öllum líkindum eiga sér stað í kringum sjöunda apríl. Við þekkjum marga sem eiga afmæli í þeim mánuði svo þetta verður spennandi. Samkvæmt stjörnuspekinni eru "hrútabörn" víst mjög ólík "bogmannsbörnum"; til dæmis eru þau bæði skapmeiri og kröfuharðari. Þegar vinskapur þeirra er skoðaður eiga þau hins vegar ágætlega skap saman.
Við Vigdís erum að vonum spennt en þetta er samt öðruvísi en áður. Maður áttar sig betur og er ekki nærri eins óviss um ferlið framundan. Svo er auðvitað allt til alls á heimilinu, sem er bara vel í stakk búið án frekari undirbúnings. Það munar gríðarlega miklu. Í leiðinni er maður er ekki eins mikill "brautryðjandi" og í fyrra skiptið. Fyrir vikið er meðgangan ekki eins leyndardómsfull. Að sjalfsögðu sjáum við fram á ýmsa hagkvæmni eins og það að geta strax nýtt aftur ungbarnasettið eins og það leggur sig sem við þurftum að redda á sínum tíma með ærinni fyrirhöfn. Það þarf þá ekki að hírast í geymslum til lengri tíma. Svo á maður von á því að félagsskapurin sem systkinin (eða systurnar) fá af hvoru öðru (hvorri annarri) verði mikils virði.
sunnudagur, september 17, 2006
Tónleikar: Nick Cave í Höllinni
Við Vigdís fórum á magnaða tónleika með Nick Cave í gær. Hann spilaði við þriggja manna undirleik (fiðla, rafgítar og trommur) en lék sjálfur á píanó og gítar (mest píanó). Þetta voru nokkuð óvenjulegir tónleikar. Maður bjóst við ballöðum í öndvegi en það var öðru nær. Cave hamraði píanóið eins og hann ætti lífið að leysa og fiðlan sargaði og ískraði. Trommuleikarinn fór hamförum á settinu en gítarleikarinn lét minna fara fyrir sér. Jafnvel mýkstu ballöður meistarans tóku hamskiptum og urðu að einhvers konar brjálæði, að minnsta kosti á vel völdum hápunktum. Þetta var áhrifamikið til að byrja með en svo fór maður að kikna undan álaginu og varð lúinn undir það síðasta. Þá dró Cave upp óvænt spil og söng sitt alrafmagnaðasta lag í undurfagurri ballöðuútgáfu sem ég hafði ekki heyrt fyrr. "The Mercy Seat" fjallar bókstaflega um rafmagn og hugaróra dauðadæmds manns á leið í rafmagnsstólinn. Þar hefði fiðlan fyrirsjáanlega komið sér vel en engu að síður var flutningurinn án hennar óaðfinnanlegur og kom manni gjörsamlega í opna skjöldu.
Tónleikarnir voru vægast sagt rosalegir en engu að síður var eitt og annað sem kom í veg fyrir að maður nyti þeirra til fullnustu. Í fyrsta lagi vorum við nokkuð langt í burtu í stúkunni og mér fannst hálfpartinn eins og ég væri að rýna inn í fiskabúr. Í öðru lagi var umgjörðin ekki í takt við tónlistina. Steingeld íþróttahöllin og sitjandi áhorfendur pössuðu engan veginn við hamhleypurnar uppi á sviði. Í þriðja lagi var hljómburðurinn of skerandi (Of mikill diskant, eins og maður kallaði það í gamla daga). Ég saknaði mjúka og hlýja hljómsins af plötunum. Að lokum fannst mér útfærslur hljómsveitarinnar skorta fjölbreytni. Stöðugt ögrandi flutningur, barningur og sarg, virkaði lýjandi til lengdar. Fyrir vikið reyndust hápunktar tónleikanna vera þau fáu lög sem tekin voru í lágstemmdri útgáfu, afdrepið á milli stórhríðanna.
Sjónrænt var upplifunin sterk og efttirminnileg. Nick Cave var virkilega flottur á sviði og holningin minnti mann helst á vampíru. Handahreyfingarnar þær sömu og hjá töframanni sem galdrar aftur saman sundursagaðan sjálfboðaliða. Fiðluleikarinn virkaði hins vegar eins og tvífari Paganinis (eða eins konar fiðluútgáfa af Ian Anderson flautuleikara hjá Jethro Tull). Trommarinn var einnig eftirminnilegur og tókst að hrista sundur trommusettið í einu brjálæðinu og þurfti aðstoð rótara í miðju lagi. Svo er Cave mjög svalur karakter og ávarpaði áhorfendur yfirleitt á milli laga. Það finnst mér alltaf kostur. Oftar en ekki var hann hnyttinn og jafnvel smekklega á mörkum velsæmis.
Hápunktar: The Mercy Seat, eins og áður sagði, en einnig "God is in the House" þar sem heyra mátti saumnál detta í hvíslköflunum. "Stagger Lee" var einnig gríðarlega magnaður og ég var hissa á sjálfum mér yfir að þekkja lagið ekki betur. Einnig var hreint ógleymanlegt hvernig Nick Cave fékk salinn til að taka hárnákvæmt undir í lagi sem ég þekkti ekki, en viðlagið er: "Oh, mama!" Hann galdraði fram drungalegt lag sem leitaði alltaf í "Oh, mama" og þá tók salurinn undir andartaki síðar og kastararnir lýstu Höllina upp á meðan. Þetta var hrollkennd samkoma með sama yfirbragð og trúarsamkomur í suðurríkjum Bandaríkjanna í skjóli myrkurs. Minnti mig á Ku Klux Klan.
Tónleikarnir voru vægast sagt rosalegir en engu að síður var eitt og annað sem kom í veg fyrir að maður nyti þeirra til fullnustu. Í fyrsta lagi vorum við nokkuð langt í burtu í stúkunni og mér fannst hálfpartinn eins og ég væri að rýna inn í fiskabúr. Í öðru lagi var umgjörðin ekki í takt við tónlistina. Steingeld íþróttahöllin og sitjandi áhorfendur pössuðu engan veginn við hamhleypurnar uppi á sviði. Í þriðja lagi var hljómburðurinn of skerandi (Of mikill diskant, eins og maður kallaði það í gamla daga). Ég saknaði mjúka og hlýja hljómsins af plötunum. Að lokum fannst mér útfærslur hljómsveitarinnar skorta fjölbreytni. Stöðugt ögrandi flutningur, barningur og sarg, virkaði lýjandi til lengdar. Fyrir vikið reyndust hápunktar tónleikanna vera þau fáu lög sem tekin voru í lágstemmdri útgáfu, afdrepið á milli stórhríðanna.
Sjónrænt var upplifunin sterk og efttirminnileg. Nick Cave var virkilega flottur á sviði og holningin minnti mann helst á vampíru. Handahreyfingarnar þær sömu og hjá töframanni sem galdrar aftur saman sundursagaðan sjálfboðaliða. Fiðluleikarinn virkaði hins vegar eins og tvífari Paganinis (eða eins konar fiðluútgáfa af Ian Anderson flautuleikara hjá Jethro Tull). Trommarinn var einnig eftirminnilegur og tókst að hrista sundur trommusettið í einu brjálæðinu og þurfti aðstoð rótara í miðju lagi. Svo er Cave mjög svalur karakter og ávarpaði áhorfendur yfirleitt á milli laga. Það finnst mér alltaf kostur. Oftar en ekki var hann hnyttinn og jafnvel smekklega á mörkum velsæmis.
Hápunktar: The Mercy Seat, eins og áður sagði, en einnig "God is in the House" þar sem heyra mátti saumnál detta í hvíslköflunum. "Stagger Lee" var einnig gríðarlega magnaður og ég var hissa á sjálfum mér yfir að þekkja lagið ekki betur. Einnig var hreint ógleymanlegt hvernig Nick Cave fékk salinn til að taka hárnákvæmt undir í lagi sem ég þekkti ekki, en viðlagið er: "Oh, mama!" Hann galdraði fram drungalegt lag sem leitaði alltaf í "Oh, mama" og þá tók salurinn undir andartaki síðar og kastararnir lýstu Höllina upp á meðan. Þetta var hrollkennd samkoma með sama yfirbragð og trúarsamkomur í suðurríkjum Bandaríkjanna í skjóli myrkurs. Minnti mig á Ku Klux Klan.
laugardagur, september 16, 2006
Fréttnæmt: Frárennsli rofið
Áfram heldur átakasagan því á fimmtudaginn steig ég í poll þegar ég kom heim eftir vinnu. Rigningin hafði verið gegndarlaus og ég hélt að það hefði bara flætt inn í fordyrið. Lyktin var hins vegar mjög vond af þessu vatni. Rotnunarlykt. Ekki sterk, en vond. Mér varð þá litið á niðurfallið í anddyrinu. Gæti vatnið hafa komið þarna upp? Þessi spurning hvatti mig til að hringja í leigusalann, sem bæði þekkir húsið vel og er vel græjum búinn. Hann kom seinna um kvöldið. Þá var ég nattúrulega búinn að hreinsa allt upp og svoleiðis. Hann kíkti hins vegar nánar á niðurföllin, bæði fyrir utan og innan. Eftir mjög langt streð og tilraunir komumst við að því að það var einhver hrikaleg stífla í innra niðurfallinu. Við prófuðum losunina í niðurföllunum með vatnsslöngu, og vatnið ætlaði ekki þar niður. Nú voru góð ráð dýr, bókstaflega. Á meðan ég var að vinna daginn eftir skilst mér að leigusalinn hafi komið aftur með sérfræðing sem hafði sérstakan hátæknibúnað með sér, myndavél sem fer þarna niður og sitthvað fleira. Í ljós kom að rótarskot hafði náð að brjóta sér leið gegnum rörið og hefði þannig stíflað frárennslið. Þeir náðu í sameiningu að laga þetta til bráðabirgða en stefna á meiriháttarviðgerð næsta vor.
Það sem var kyndugt við þessa niðurstöðu var að ég var einmitt að fræða krakkana í skólanum um rætur á meðan þeir voru að bisa við niðurfallið. Rætur trjáa sinna þrenns konar hlutverki: Þær halda trénu föstu (og í jafnvægi), þær afla næringarefna og geyma næringarforða. Ekkert var minnst á spellvirki í þeirri umfjöllun.
Það sem var kyndugt við þessa niðurstöðu var að ég var einmitt að fræða krakkana í skólanum um rætur á meðan þeir voru að bisa við niðurfallið. Rætur trjáa sinna þrenns konar hlutverki: Þær halda trénu föstu (og í jafnvægi), þær afla næringarefna og geyma næringarforða. Ekkert var minnst á spellvirki í þeirri umfjöllun.
fimmtudagur, september 14, 2006
Netið: Myndasíðan stækkar
Undanfarna daga hef ég bætt ráð mitt verulega og dælt myndum inn á myndasíðuna mína hjá Flickr. Ég tók upp þráðinn þar sem frá var horfið snemma í vor og stefni að því að birta helstu myndir sumarsins áður en septembermánuður er úti. Ég hef nú þegar náð inn á mitt sumar. Myndirnar sem komnar eru spanna meðal annars utanlandsferð okkar Vigdísar í júníbyrjun og sumarbústaðaferð í byrjun júlí. Þar sem ég er kominn á góða ferð með þetta má reikna með myndum reglulega næstu dagana og vikurnar. Allt er þetta í tímaröð. Segja má að sumarið endi með myndaseríu úr Kárahnjúkum, sem ég á von á að birta eftir rúma viku.
þriðjudagur, september 12, 2006
Fréttnæmt: Uppnám á heimilinu
Signý fékk einhverja pest í gær og er nú óðum að ná sér. Hún vaknaði í fyrrinótt með sárum gráti og var mjög heit. Hún var með upp undir fjörtíu stiga hita. Vigdís var líka slöpp og sá fram á að eiga erfitt með að halda mikið á Signýju, enda með hægri höndina í gifsi. Ég ákvað því að vera heima í gær.
Reyndar var allt í hers höndum því um leið og ég steig inn í eldhúsið í morgunskímunni, til að ná í pela fyrir Signýju, tók ég eftir þremur geitungum sveimandi um. Það hafði gleymst að loka eldhúsglugganum sem skildi eftir um fimm sentímetra glufu fyrir utanaðkomandi smágesti. Ljóstýra í eldhúsinu (sem einnig hefði átt að vera slökkt) laðaði þessa óboðnu gesti að. Þarna stóð ég fáklæddur og fannst hálf ónotalegt að hefja strembinn dag með þessum hætti. Stuttu síðar veiddi ég flugurnar í glas og hleypti þeim út, en fann bara tvær!
Morgunninn var erilsamur eins og við mátti búast og Signý var óskaplega lítil og umkomulaus. Henni fannst lang best að halla sér upp að okkur og finna öryggistilfinningu í fanginu. Við hringdum í hina og þessa og fengum fullt af góðum ráðum. Þetta var svolítið mál fyrir okkur því hún Signý hefur aldrei veikst fram að þessu. Núna fór maður hins vegar í gegnum þetta klassíska ferli sem flestir foreldrar kvíða: Hvað gerir maður þegar barnið veikist? Auðvitað héldum við yfirveguninn því það er fyrst og fremst það sem Signý þurfti að geta stólað á. Svo fékk hún hitastillandi stíla sem bættu líðanina hjá henni talsvert og gerðu henni kleift að sofa vært, um stund.
Á hádegi fékk ég óvæntan gest því Bjartur var á ferðinni í bænum og kíkti í kaffi. Hann gaf okkur ýmis góð ráð enda hafði Friðrik Valur hans og Jóhönnu veikst mun meira en Signý á sínum tíma. Er við spjölluðum í afslöppuðum gír í eldhúsinu, og Vigdís í dyragættinni, urðum við vitni að óvæntri árás. Vigdís tók skyndilega kipp í miðri setningu. Hún var með geitung á enninu! Áður en ég náði að fjarlægja hann rak Vigdís upp skerandi vein og sló hann frá sér. Hann hafði stungið hana í ennið, nokkrum sentimetrum fyrir ofan hægra augað. Eins og lög gera ráð fyrir þá var þessum geitungi snarlega varpað á dyr, eins og hinum tveimur. Sársaukanum lýsti Vigdís sem mjög miklum og í raun var hann talsvert meiri en hún hafði búist við. Hún bólgnaði örlítið og sveið í blettinn en er í dag einkennalaus.
Hvað Signýju áhrærir þá er hún líka einkennalaus í dag. Hún virðist ætla að stíga upp úr veikindum sínum fyrr en maður þorði að vona. Vonandi er það merki um að hún sé með öflugt ónæmiskerfi sem á eftir að hjálpa henni síðar meir.
Reyndar var allt í hers höndum því um leið og ég steig inn í eldhúsið í morgunskímunni, til að ná í pela fyrir Signýju, tók ég eftir þremur geitungum sveimandi um. Það hafði gleymst að loka eldhúsglugganum sem skildi eftir um fimm sentímetra glufu fyrir utanaðkomandi smágesti. Ljóstýra í eldhúsinu (sem einnig hefði átt að vera slökkt) laðaði þessa óboðnu gesti að. Þarna stóð ég fáklæddur og fannst hálf ónotalegt að hefja strembinn dag með þessum hætti. Stuttu síðar veiddi ég flugurnar í glas og hleypti þeim út, en fann bara tvær!
Morgunninn var erilsamur eins og við mátti búast og Signý var óskaplega lítil og umkomulaus. Henni fannst lang best að halla sér upp að okkur og finna öryggistilfinningu í fanginu. Við hringdum í hina og þessa og fengum fullt af góðum ráðum. Þetta var svolítið mál fyrir okkur því hún Signý hefur aldrei veikst fram að þessu. Núna fór maður hins vegar í gegnum þetta klassíska ferli sem flestir foreldrar kvíða: Hvað gerir maður þegar barnið veikist? Auðvitað héldum við yfirveguninn því það er fyrst og fremst það sem Signý þurfti að geta stólað á. Svo fékk hún hitastillandi stíla sem bættu líðanina hjá henni talsvert og gerðu henni kleift að sofa vært, um stund.
Á hádegi fékk ég óvæntan gest því Bjartur var á ferðinni í bænum og kíkti í kaffi. Hann gaf okkur ýmis góð ráð enda hafði Friðrik Valur hans og Jóhönnu veikst mun meira en Signý á sínum tíma. Er við spjölluðum í afslöppuðum gír í eldhúsinu, og Vigdís í dyragættinni, urðum við vitni að óvæntri árás. Vigdís tók skyndilega kipp í miðri setningu. Hún var með geitung á enninu! Áður en ég náði að fjarlægja hann rak Vigdís upp skerandi vein og sló hann frá sér. Hann hafði stungið hana í ennið, nokkrum sentimetrum fyrir ofan hægra augað. Eins og lög gera ráð fyrir þá var þessum geitungi snarlega varpað á dyr, eins og hinum tveimur. Sársaukanum lýsti Vigdís sem mjög miklum og í raun var hann talsvert meiri en hún hafði búist við. Hún bólgnaði örlítið og sveið í blettinn en er í dag einkennalaus.
Hvað Signýju áhrærir þá er hún líka einkennalaus í dag. Hún virðist ætla að stíga upp úr veikindum sínum fyrr en maður þorði að vona. Vonandi er það merki um að hún sé með öflugt ónæmiskerfi sem á eftir að hjálpa henni síðar meir.
sunnudagur, september 10, 2006
Þroskaferli: Göngugrind, skrið og staða
Nú er liðinn um mánuður síðan ég sagði frá síðustu framfaraskrefum Signýjar. Þá var hún nýbyrjuð að sitja sjálf. Það er í raun ótrúlegt að það skuli vera svona stutt síðan því nú situr hún eins og hún hafi aldrei gert annað. Hún er alveg hætt að missa jafnvægispunktinn aftur fyrir sig og skella á hnakkann. Jafnvel í sundi getur hún setið á dýnu (sem er álíka óstöðug og vatnsdýna - enda sama fyrirbærið í raun). Hún unir sér hvergi betur en þegar hún dundar sér í sitjandi stöðu.
Signý er að sjálfsögðu farin að skríða. Reyndar er það ekki vandræðalaust. Gólfið er sleipt og henni tekst ekki almennilega að lyfta sér upp á hnén. Í staðinn skríður hún með höndunum og mjakar sér þannig eftir gólfinu. Maður sér oftast ekki hvernig hún fer að þessu, því hún skríður ekki sérlega stefnufast. Hún virðist nota borðfætur og gólf til að mjaka sér áfram og þegar henni sýnist sem svo snýr hún sér í hálfhring á maganum og snýr sér að einhverju öðru (í bókstaflegri merkingu).
Nú er svo komið að hún vill fara að ganga. Í hvert sinn sem ég tek hana í fangið toga ég hana upp í standandi stöðu áður en ég lyfti henni. Stundum leyfi ég henni að standa þannig með stuðningi í góðan tíma og leyfi henni að dilla sér við tónlistina sem við hlustum á saman. Yfirleitt leyfi ég henni að halda um þumalinn á mér á báðum höndum og teygi vel úr henni. Henni finnst þetta mikil upplifun. Það er eins og áður, þegar hún var að læra að sitja, að styrkurinn virðist vera til staðar. Bara spurning um jafnvægi.
Í mánuðinum var Signýju gefin göngugrind. Þetta allt hjálpar. Fyrst í stað tókst Signýju bara að ganga aftur á bak. Núna getur hún hins vegar stýrt göngunni að vild og er farin að halda geysilega mikið upp á græjuna. Grindin tekur náttúrulega sitt pláss en getur sem betur fer lagst saman og legið inni í geymslu þangað til hún er tekin fram, ca. tvisvar á dag.
Signý er að sjálfsögðu farin að skríða. Reyndar er það ekki vandræðalaust. Gólfið er sleipt og henni tekst ekki almennilega að lyfta sér upp á hnén. Í staðinn skríður hún með höndunum og mjakar sér þannig eftir gólfinu. Maður sér oftast ekki hvernig hún fer að þessu, því hún skríður ekki sérlega stefnufast. Hún virðist nota borðfætur og gólf til að mjaka sér áfram og þegar henni sýnist sem svo snýr hún sér í hálfhring á maganum og snýr sér að einhverju öðru (í bókstaflegri merkingu).
Nú er svo komið að hún vill fara að ganga. Í hvert sinn sem ég tek hana í fangið toga ég hana upp í standandi stöðu áður en ég lyfti henni. Stundum leyfi ég henni að standa þannig með stuðningi í góðan tíma og leyfi henni að dilla sér við tónlistina sem við hlustum á saman. Yfirleitt leyfi ég henni að halda um þumalinn á mér á báðum höndum og teygi vel úr henni. Henni finnst þetta mikil upplifun. Það er eins og áður, þegar hún var að læra að sitja, að styrkurinn virðist vera til staðar. Bara spurning um jafnvægi.
Í mánuðinum var Signýju gefin göngugrind. Þetta allt hjálpar. Fyrst í stað tókst Signýju bara að ganga aftur á bak. Núna getur hún hins vegar stýrt göngunni að vild og er farin að halda geysilega mikið upp á græjuna. Grindin tekur náttúrulega sitt pláss en getur sem betur fer lagst saman og legið inni í geymslu þangað til hún er tekin fram, ca. tvisvar á dag.
þriðjudagur, september 05, 2006
Pæling: Fæðingatíðni í vinahópum
Við Vigdís og Signý fórum í ansi eftirminnilegt barnaafmæli um helgina - og reyndar annað helgina á undan. Fyrstu tvö barnaafmælin hennar Signýjar, og bæði voru það eins árs afmæli. Fyrst var það Siggi bróðir og Svetlana sem eignuðust Daníel í fyrra. Stuttu síðar eignuðust Bjartur og Jóhanna hann Friðrik Val. Í fyrra afmælinu var saman komið fyrst og fremst fjölskyldufólk en í seinna afmælinu var vinafólk á svipuðu reki saman komið.
Bæði afmælin voru ljómandi skemmtileg en það sem var svo sérstaklega eftirminnilegt við seinna afmælið var að allir sem voru mættir áttu börn á svipuðum aldri (þar voru saman komin fjögur ungbörn, eins árs og aðeins yngri). Það kom upp úr krafsinu, þegar við byrjuðum að spjalla, að mun stærri kunningjahópur gestanna hafði líka eignast barn á sama tíma (yfir tíu pör), en enginn síðan um þá. Nær allir voru þar að eignast sitt fyrsta barn. Maður veltir ósjálfrátt fyrir sér hvað það þetta er undarlegt. Skrítið hvernig vinir og kunningjar eiga það til að fylgjast að í lífsrytma. Ég minntist ekkert á fleiri fæðingar frá sama tíma sem viðkomandi vissi ekkert um. Hef heldur ekki frétt af neinni fæðingu síðan um áramót.
Bæði afmælin voru ljómandi skemmtileg en það sem var svo sérstaklega eftirminnilegt við seinna afmælið var að allir sem voru mættir áttu börn á svipuðum aldri (þar voru saman komin fjögur ungbörn, eins árs og aðeins yngri). Það kom upp úr krafsinu, þegar við byrjuðum að spjalla, að mun stærri kunningjahópur gestanna hafði líka eignast barn á sama tíma (yfir tíu pör), en enginn síðan um þá. Nær allir voru þar að eignast sitt fyrsta barn. Maður veltir ósjálfrátt fyrir sér hvað það þetta er undarlegt. Skrítið hvernig vinir og kunningjar eiga það til að fylgjast að í lífsrytma. Ég minntist ekkert á fleiri fæðingar frá sama tíma sem viðkomandi vissi ekkert um. Hef heldur ekki frétt af neinni fæðingu síðan um áramót.
Upplifun: Bónustónlist
Ég skrapp út í Bónus í gær, samkvæmt venju, en ákvað í þetta skiptið að enangra mig frá erlinum og stressinu í loftinu. Ég gerðist álkulegur og setti upp nokkuð myndarleg heyrnartól, hljóðeinangrandi, og hafði iPodinn í vasanum. Þetta gerði gjörsamlega gæfumuninn. Ég var þarna á eigin forsendum og leið vel allan tímann. Öðru hvoru þurfti ég að taka "ofan" og heyrði þá undantekningarlaust lýjandi síbylju í loftinu, ísleskt sveitaballapopp eða Eurovision slagara. Mér leið eins og tjaldbúa í rigningu, horfði í kringum mig og sá að hér gat ég ekki þrifist lengi, setti svo hlífina yfir mig aftur.
Eflaust tekur þetta svolítið lengri tíma að ráfa svona um með tónlist á eyrunum. Maður er rólegri og lætur ekki umhverfið stressa sig. Virkar vel ef maður þarf ekki að hugsa of mikið og er með allt tilbúið á miða, í réttri röð. Það sem kom mér hins vegar á óvart var að litríkar vörurnar í hillunum og mannlífið í versluninni breyttist úr lýjandi áreiti í súrrealískt og skemmtilegt myndband. Mér fannst ég taka eftir ýmsum blæbrigðum í tónlistinni sem nutu sín sérstaklega í þessu nýja umhverfi.
Eflaust tekur þetta svolítið lengri tíma að ráfa svona um með tónlist á eyrunum. Maður er rólegri og lætur ekki umhverfið stressa sig. Virkar vel ef maður þarf ekki að hugsa of mikið og er með allt tilbúið á miða, í réttri röð. Það sem kom mér hins vegar á óvart var að litríkar vörurnar í hillunum og mannlífið í versluninni breyttist úr lýjandi áreiti í súrrealískt og skemmtilegt myndband. Mér fannst ég taka eftir ýmsum blæbrigðum í tónlistinni sem nutu sín sérstaklega í þessu nýja umhverfi.
laugardagur, september 02, 2006
Pæling: Klasaspengjur
Ég heyrði sjokkerandi umfjöllun í gær í útvarpinu um framferði Ísraelsmanna í stríðinu við Líbanon. Þeir gerðust sekir um að varpa svokölluðum "klasasprengjum" yfir borgir og bæi í suðurhluta Líbanon. Þessar sprengjur eru þess eðlis að þær dreifa minni sprengjum á stærð við handsprengjur yfir svæði á stærð við knattspyrnuvöll. Flestar springa þær þegar allur pakkinn lendir og dreifist, en ekki allar. Þær sem ekki hafa sprungið enn eru líklegar til að springa við "næstu" snertingu, sem oftar en ekki eru hendurnar á barni sem forvitnast um "leikfangið". Sprengjur af þessu tagi eru fordæmdar í íbúðabyggð og flokkast undir sams konar stríðsglæp og að dreifa jarðsprengjum.
Það sem kom helst við kaunin á mér er sú tölfræðilega staðreynd að Ísraelsher dreifði 90% af klasasprengjum sínum síðustu þrjá daga stríðsins þegar útséð var með að tími stríðsins var brátt á enda. Eins og ég hef áður talað um (í "Ómarktækri viljayfirlýsingu") þá fengu Ísraelar leyfi til að halda stríðsrekstri áfram í þrjá daga eftir að samið hafði verið um vopnahlé. Þetta var mjög grunsamlegt. Guðmundur Steingríms, pistlahöfundur með meiru, orðaði það hnyttilega í viðtali um daginn að þarna væri maður líklega að sjá hvernig stríð framtíðarinnar verði háð þar sem eins konar veiðileyfi ganga kaupum og sölum. Ein þjóð fær leyfi í visst langan tíma hjá annarri þjóð til að ráðast á þá þriðju. Þessi þriggja daga "vopnahlésfrestur" sem Ísraelar náðu að kría út var sem sagt vel nýttur, og það er að koma í ljós núna hvernig þeir nýttu þann tíma. Klasasprengjur eru þess eðlis að þær skaða svæðið sem þær lenda á löngu eftir að þær eru lentar. Talað er um að það taki eitt og hálft ár fyrir alþjóðlega sprengjusérfræðinga að kemba svæðið og hreinsa burt litlu "handsprengjurnar". Þangað til eiga hundruðir þúsundar Líbana ekki heimgengt - fyrir utan þá sem eiga ekki lengur hús til að venda í.
Það fylgdi sögunni að þessar klasasprengjur eru framleiddar í Bandaríkjunum (hvar annar staðar?).
Það sem kom helst við kaunin á mér er sú tölfræðilega staðreynd að Ísraelsher dreifði 90% af klasasprengjum sínum síðustu þrjá daga stríðsins þegar útséð var með að tími stríðsins var brátt á enda. Eins og ég hef áður talað um (í "Ómarktækri viljayfirlýsingu") þá fengu Ísraelar leyfi til að halda stríðsrekstri áfram í þrjá daga eftir að samið hafði verið um vopnahlé. Þetta var mjög grunsamlegt. Guðmundur Steingríms, pistlahöfundur með meiru, orðaði það hnyttilega í viðtali um daginn að þarna væri maður líklega að sjá hvernig stríð framtíðarinnar verði háð þar sem eins konar veiðileyfi ganga kaupum og sölum. Ein þjóð fær leyfi í visst langan tíma hjá annarri þjóð til að ráðast á þá þriðju. Þessi þriggja daga "vopnahlésfrestur" sem Ísraelar náðu að kría út var sem sagt vel nýttur, og það er að koma í ljós núna hvernig þeir nýttu þann tíma. Klasasprengjur eru þess eðlis að þær skaða svæðið sem þær lenda á löngu eftir að þær eru lentar. Talað er um að það taki eitt og hálft ár fyrir alþjóðlega sprengjusérfræðinga að kemba svæðið og hreinsa burt litlu "handsprengjurnar". Þangað til eiga hundruðir þúsundar Líbana ekki heimgengt - fyrir utan þá sem eiga ekki lengur hús til að venda í.
Það fylgdi sögunni að þessar klasasprengjur eru framleiddar í Bandaríkjunum (hvar annar staðar?).
föstudagur, september 01, 2006
Upplifun: Heimaprísund
Vigdís lenti í sérkennilegri prísund í gær. Ekki nóg með að hún sé hálf handlama eftir beinbrotið heldur bættist við að útidyrahurðin stóð á sér. Það var bara ekki með nokkru móti hægt að opna hana. Húnninn hafði rofnað úr tengslum við teininn sem þrýstir stimplinum inn í hurðarjárnið. Húnninn danglaði bara laflaus. Til að fá gesti í heimsókn, eða komast út úr húsi yfir höfuð, þurfti hún að opna sér leið gegnum þvottahúsið - sem er orðið frekar troðið af dóti (bölum, fataslá og fleiru).
Ég reyndi eitthvað að bisa við hurðina eftir að ég kom heim en það var til lítils. Um kvöldið kom leigusalinn og hafði hann úr mun fleiri verkfærum að moða en ég. Það tók samt drjúgan tíma að þvinga teininn úr hurðarjárninu en það tókst um síðir með hjálp örmjórra smjörhnífa og annarra þvingandi ráða. Eftir hálftíma basl spratt hurðin upp og húnninn fjarlægður með það sama. Eftir situr smekklásinn sem fyrir var.
Sem betur fer var það smekklásinn sem við notum að staðaldri til að læsa hurðinni. Húnninn var eiginlega bara til hægðarauka, þar til hann varð til trafala í gær.
Ég reyndi eitthvað að bisa við hurðina eftir að ég kom heim en það var til lítils. Um kvöldið kom leigusalinn og hafði hann úr mun fleiri verkfærum að moða en ég. Það tók samt drjúgan tíma að þvinga teininn úr hurðarjárninu en það tókst um síðir með hjálp örmjórra smjörhnífa og annarra þvingandi ráða. Eftir hálftíma basl spratt hurðin upp og húnninn fjarlægður með það sama. Eftir situr smekklásinn sem fyrir var.
Sem betur fer var það smekklásinn sem við notum að staðaldri til að læsa hurðinni. Húnninn var eiginlega bara til hægðarauka, þar til hann varð til trafala í gær.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)